Fréttir

Styrkur fyrir blaðamenn til starfa í Berlín

Styrkur fyrir blaðamenn til starfa í Berlín

 Blaðamannastyrkur til að starfa í Berlin hjá  Journalisten-Kolleg  við Freie Universitaethefur nú verið auglýstur til umsóknar og er styrkurin eyrnamerktur því að viðkomandi sé tímabundinn fréttaritari„The European Obesrvatory (www.ejo-online.eu) og sjái um að fylgjast með þróun í blaðamennskurannsóknum í Þýskalandi og þeim öru breytingum sem eru að verða á fjölmiðlalandslaginu í Berlin.  Styrkurinn nemur 1.100 evrum mánaðarlega  í 10 mánuði, eða sem nemur  um 140 þúsund íslenskum krónum á mánuði. Sjá allar nánari upplýsingar hér      
Lesa meira
Minnt á meistaranám í fjölmiðla- og boðskiptafræði
Tilkynning

Minnt á meistaranám í fjölmiðla- og boðskiptafræði

Orðsending frá Meistarnámi í fjölmiðla og boðskiptafræði við HÍ og HA Ágæti félagi í Blaðamannafélagi Íslands Vek athygli á að hægt er að hefja nám um áramót og sækja um meistaranám  í fjölmiðla- og boðskiptafræðum til 15. okt. Umsóknarfrestur í Diplómanám er til 15. nóvember. Sótt er um rafrænt á forsíðu Háskóla Íslands www.hi.is <http://www.hi.is/adalvefur/umsokn_i_framhaldsnam> Eða hjá Háskólanum á Akureyri. Í meistaranámi í fjölmiðla- og boðskiptafræðum sem einnig er í boði við Háskólann á Akureyri,  <http://www.hi.is/stjornmalafraedideild/fjolmidla_og_bodskiptafraedi> er áherslan á að mennta fólk til að rannsaka fjölmiðla og stöðu þeirra í samfélaginu. Þar er einnig í boði 30 eininga Diplómanám. Kynningarbæklingur þar sem námsleiðinni er lýst ítarlega:  <http://www.hi.is/sites/default/files/helgash/hi_og_ha_baekl_20_sidur_vef.pdf> Ekki eru tekin skólagjöld en nemendur HÍ greiða sn. innritunargjöld kr. 55.000.- fyrir vormisserið. Frekari upplýsingar varðandi HÍ veita Margrét S. Björnsdóttir s. 5254254, tölvupóstur msb@hi.is og Valgerður A. Jóhannsdóttir síma 525-4229, tölvupóstur vaj@hi.is Og um nám í fjölmiðla- og boðskiptafræðina frá Háskólanum á Akureyri, skrifstofa skólans.    
Lesa meira
Davíð Þór Björgvinsson

Tjáningarfrelsið og Mannréttindasáttmáli Evrópu

Fimmtudaginn 3. nóvember næstkomandi  mun Mannréttindastofnun Íslands standa fyrir námskeiði fyrir blaða- og fréttamenn um tjáningarfrelsið og Mannréttindasáttmála Evrópu. Námskeiðið hefst kl.  16.30-19.30, en staðsetning  verður nánar auglýst síðar. Á námskeiðinu verður fjallað um ákvæði 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Fjallað verður um dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins sem varðar réttindi og skyldur blaða- og fréttamanna. Þá verður rætt um dóma dómstólsins gegn Íslandi og þýðingu þeirra fyrir íslenskan rétt. Kennari á námskeiðinu verður  Davíð Þór Björgvinsson, fyrrv. dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor við Lagadeild HÍ Verð fyrir þátttöku er kr. 25.000.  Félögum í Blaðamannafélaginu er bent á að hægt er að fá styrk úr Endurmenntunarsjóði. Skráningarfrestur til 27. október - Takmarkaður fjöldi - Skráning hér
Lesa meira
Evrópa: Aðgegni að upplýsingum ekki í lagi

Evrópa: Aðgegni að upplýsingum ekki í lagi

 Í gær var fyrsti viðurkenndi alþjóðadagur um rétt til upplýsinga og af því tilefni hafa ýmis borgarasamtök sem berjast mannréttindum ásamt samtökum sem starfa á sviði upplýsingamiðlunar – þar á meðal Evrópusamband blaðamanna – viðrað nokkrar áhyggjur af stöðu mála varðandi upplýsingafæði frá stjórnvöldum Evrópuríkja. Þessar áhyggjur tengjast meðal annars litlu gegnsæi í stjórnsýslu sem valdur vantrausti og þar með uppgani populisma í álfunni.  Samkvæmt nýrri athugun á upplýsingafæði í nokkrum löndum í Evrópu þá hafur ástandið skánað en er enn víða mjög bágborið.  Meðal þess sem  bent hefur verið á er að víða er skráning gagna og fundargerða í molum og ekki hægt að finna upplýsingar um hvað  gerðist á mikilvægum fundum eða finna út efnisatriði samskipta við hagsmunaaðila. Fyrir vikið vantar iðulega rökstuðning eða forsendur fyrir ákvörðunartöku. Sjá meira um málið hér  
Lesa meira
Sigrún Magnúsdóttir ásamt verðlaunahöfum, þeim Leifi Haukssyni, Þórhildi Ólafsdóttur og Birni Þór Si…

Samfélagið í nærmynd fær fjölmiðlaverðlaun

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, veitti á Degi íslenskrar náttúru, útvarpsþættinum Samfélaginu sem er á dagskrá Rásar 1 á RÚV, fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.: „Samfélagið á Rás 1, RÚV hljóðvarpi, hlýtur fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins árið 2016 fyrir að gefa íslenskri náttúru rödd á öldum ljósvakans með því að gera umhverfismál að þungamiðju í ritstjórnarstefnu sinni. Umsjónarmenn þáttarins, þau Leifur Hauksson, Þórhildur Ólafsdóttir og Björn Þór Sigbjörnsson, hafa ásamt sérfræðingum, sem þau hafa fengið til liðs við sig unnið framúrskarandi starf við að fjalla um náttúruvernd í víðum skilningi og benda á ógnir sem steðja að náttúrunni, en einnig að tengja þá umfjöllun öðrum málefnum, sem eru efst á baugi, og vekja hlustendur til vitundar um hve mikilvæg umhverfismál eru í daglegu lífi þeirra.“ Sjá einnig hér Sjá einnig hér
Lesa meira
EFJ ræðir við ESB um valdeflingu blaðamannafélaga í A-Evrópu

EFJ ræðir við ESB um valdeflingu blaðamannafélaga í A-Evrópu

Sendinefnd frá Evrópusambandi blaðamanna (EFJ) hitti í gær Stækkunarstjóra Framkvæmdastjórnar ESB, Johannes Hahn  og ræddi við hann hvernig best væri að bæta félagslegar og starfstengdar aðstæður blaðamanna og efla almenningsmiðlun (Public service media) og fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum á vestur hluta Balkanskagans.  Mogens Blicher Bjerregård  forseti EFJ segir að fagfélög í Austur – Evrópu geti ekki leikið það hlutverk sem þau ættu að leika í þróun fjölmiðla. „ ESB ætti að styðja þessi félög og stuðla að samtali milli þeirra sem hagsmuna hafa að gæta í fjölmiðlageiranum,“ segir hann og leggur þunga áherslu á að brýnt sé að valdefla blaðamannafélög á svæðinu. Ýmsar leiðir koma til greina í þessum efnum og var meðal annars nefnt að efna til þríhliða samtals milli útgefenda blaðamanna og stjórnvalda, en að mati Bjerregård „ætti atvinnurekendur, launamenn og stjórnvöld að geta náð saman um undirritað samkomulag.“    Á fundinum var mikið rætt um mikilvægi almenningsmiðlunar (Public Service Media), fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum og hvernig hægt væri að finna varanleg rekstramódel fyrir fjölmiðla sem hvort tveggja í senn tryggðu atvinnuöryggi og gæði í fréttum. „ Mikilvægi óvilhallra upplýsinga og virðing fyrir réttarríkinu far algerlega saman,“ sagði Hahn sem lýsti sig sammála tilraunum EFJ til að efla sjálfstæða blaðamennsku og styrkja fagleg samtök blaðamanna.  Sjá einnig hér  
Lesa meira
Illugi boðar hugsanlegar aðgerðir í haust

Illugi boðar hugsanlegar aðgerðir í haust

 Illugi Gunnarsson sagði í samtali við RÚV í dag að hugsanlega væri aðgerða að vænta frá ríkisvaldinu varðandi samkeppnisstöðu einkarekinna miðla fyrir kosningarnar í lok október.  Það sem helst kæmi til greina væri breyting á skattaumhverfi eða aðgerðir varðandi stöðu RÚV á auglýsingamarkaði.  Þessi ummæli koma í kjölfar aðgerða sem nokkrar einkareknar stöðvar gripu til í gærkvöldi með 7 mínútna þögn á ljósvakanum.  Athygli vekur að Illugi telur ekki hljómgrunn fyrir einhvers  konar styrkjakerfi í fjölmiðlun til að tryggja fjölræði og fjölbreytni líkt og tíðkast hefur á hinum Norðurlöndunum, en horfir m.a. til skattaumhverfis og þess að RÚV gefi eftir auglýsingamarkaði. Ýmsir, þar á meðal talsmenn N4 sjónvarpsstöðvarinnar sem ekki tók þátt í aðgerðunum í gærkvöldi, hafa bent á að  það eitt og sér að RÚV dragi saman seglin á auglýsingamarkaði muni helst gagnast hinum risunum á ljósvaka/fjarskipta markaði, þ.e. Símanum og 365 (Vodafone) og þar með gera lítið fyrir fjölræði í fjölmiðlun.  Ráherra nefnir líka skattaumhverfið og stöðu íslenskra miðla gagnvart erlendum risum en það eru sams konar áhyggjur og viðraðar hafa verið í öðrum löndum m.a. Noregi þar sem stjórnendur Aftenposten hafa kvatt sér hljóðs um málið. Sjá frétt RÚV  um málið hér  
Lesa meira
Torben Schou
Tilkynning

"TV storytelling" með Torben Schou

Í haust gefst íslenskum blaðamönnum tækifæri til að setjast á námskeið með einum af reyndasta sjónvarpsmanni Danmerkur, Torben Schou.  Námskeiðið heitir frásögn í sjónvarpi (TV-storytelling) og verður haldið í Reykjavík dagana 15. og 16. október. Þar miðlar Torben Schou af reynslu sinni á sviði  gerða heimildamynda, frétta, íþrótta og skemmtunar fyrir sjónvarp.  Það er Norræni blaðamannaskólinn NJC sem býður þessi námskeið. (Endurmenntunarsjóður Blaðamannafélagins veitir styrki til félagsmanna vegna þessa námskeiðs).   Staður fyrir námskeiðið verður tilkynntur síðar.    Aðgangur er takmarkaður á námskeiðið og allar nánari upplýsingar veitir Sigrún Stefánsdóttir, sviðsforseti hug- og félagsvísindadeildar HA og umsóknir um setu á námskeiðinu ættu einnig að berast til hennar. Sigrún hefur netfangið sigruns@unak.is  
Lesa meira
Eirik Hoff Lysholm

Noregur: Staðbundið, landsdekkanki og alþjóðlegt allt í sama blaði

Rekstrargrundvöllur fjölmiðla, ekki síst dagblaða, hefur sjaldan eða aldrei verið eins brothættur og nú. Þetta á við um um dagblaðastarfsemi víða um heim og hafa menn í óða önn verið að leita að leiðum til að treysta reksturinn með misjöfnum árangri. Í Noregi er nú að fara af stað athyglisverð tilraun um rekstur á prentmiðli þar sem Dagsavisen hyggst nú samaeina undir einum hatti nokkur staðbundin blöð og bjóða upp á heilstætt dagblað undir merkjum Dagsavisen Östfold.  Dagsavisen hefur nú þegar undir sínum merkjum nokkur staðbundin blöð og er raunar þekkt fyrir sínar staðbundnu útgáfur. Nú hefur aðalritstjórinn Eirik Hoff Lysholm semsagt tilkynnt um nýtt átak og nýja sýn þar sem hann sér fyrir sér að blaðið – í mismunandi útgáfum eftir stöðum - muni nú „færa lesendum sínum allt það mikilvægasta sem er að gerast alþjóðlega, á landsvísu og staðbundið heim í póstkassann í einu og sama blaðinu.“   Hann kveðst hafa trú á að blaðamennska eigi framtíð fyrir sér og með því að setja saman í einn pakka bæði staðbundið, landsdekkandi og alþjóðlegt efni skapist sóknarfæri fyrir prentmiðilinn.  Fólk sem ekki hafi áhuga á landsdekkandi efni  geti þá bara flett yfir í staðbundna efnið á meðan þeir sem ekki hafa hug á staðbundnu geti sleppt því og farið beint í landsdekkandi og erlent efni.  semsagt tilkynnt um nýtt átak og nýja sýn þar sem hann sér fyrir sér að blaðið – í mismunandi útgáfum eftir stöðum - muni nú „færa lesendum sínum allt það mikilvægasta sem er að gerast alþjóðlega, á landsvísu og staðbundið heim í póstkassann í einu og sama blaðinu.“  Hann kveðst hafa trú á að blaðamennska eigi framtíð fyrir sér og með því að setja saman í einn pakka bæði staðbundið, landsdekkandi og alþjóðlegt efni skapist sóknarfæri fyrir prentmiðilinn.  Fólk sem ekki hafi áhuga á landsdekkandi efni  geti þá bara flett yfir í staðbundna efnið á meðan þeir sem ekki hafa hug á staðbundnu geti sleppt því og farið beint í landsdekkandi og erlent efni. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Fimmtudagsþögn á ljósvakanum

Fimmtudagsþögn á ljósvakanum

Næstkomandi fimmtudagskvöld verður þögn verður í sjö mín­út­ur frá klukkan 21:00  á nokkrum einka­reknum  ljósvakamiðlum. Með þessu vilja miðlarnir undirstrika með táknrænum hætti  mik­il­vægi þess að sam­keppn­is­staða sé jöfnuð á ís­lensk­um fjöl­miðlamarkaði. Á dögunum sendu fjölmiðlarnir Hring­braut­, 365 miðlar, ÍNN, Útvarp i Saga og Sjón­varp Símanns, frá sér áskorun um þetta efni og hvöttu til að RÚV yrði tekið af auglýsingamarkaði strax um næstu áramót. Í tilkynningu frá þessum sömu miðlum  seg­ir að þeir fagni „já­kvæðum viðbrögðum þing­manna þvert á flokka sem birt­ust í kjöl­far ákalls þeirra um að fjöl­miðlalög­um yrði breytt til þess að jafna sam­keppn­is­stöðu þeirra á ís­lensk­um fjöl­miðlamarkaði.“   Síðan segir vegna þagnarinnar sem verður á miðlunum á fimmtudagskvöld: „Afar mik­il­vægt er að einka­rekn­ir fjöl­miðlar sitji við sama borð og er­lend­ir keppi­naut­ar sem nú herja bæði á áskrift­ar- og aug­lýs­inga­markað á sama tíma og þeir greiða hér hvorki skatta né gjöld. Þess­ir miðlar lúta ekki íþyngj­andi regl­um um meðhöndl­un efn­is sem inn­lend­ir fjöl­miðlar regl­um gera. Einka­rekn­ir miðlar treysta á tekj­ur af aug­lýs­inga­sölu til að standa und­ir starf­sem­inni og því væri öll­um til hags­bóta væru op­in­ber­ir fjöl­miðlar ekki á þeim markaði,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ing­unni. Eng­ar út­send­ing­ar verða frá eft­ir­töld­um fjöl­miðlum: Útvarp Saga, ÍNN, Stöð 2, Stöð 3, Bíórás­in, Bylgj­an, Létt­Bylgj­an, Gull­Bylgj­an, FM Extra, FMX, 80’s Bylgj­an, FM957, X-ið, Sjón­varp Sím­ans, K100, Retro, Sjón­varp Hring­braut­ar, Útvarp Hring­braut­ar FM89,1.      
Lesa meira