- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Bæði Evrópusamband blaðamana (EFJ) og Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hafa lýst þeirri skoðun að nýleg niðurstaða dómstóls í Luxemborg um að dæma tvo uppljóstrara, í 12 mánaða og 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi, í hinu svokallaða LuxLeaks máli, sendi mjög röng skilaboð út í samfélagið og sérstaklega til þeirra sem hugsanlega vilja ljóstra upp um spillingu í kerfinu. Um er að ræða tvo uppljóstrara, þá Antoine Deltour og Raphaël Halet sem veittu blaðamönnum upplýsingar úr endurskoðunarfyrirtækinu PwC sem sýndu að 340 fjölþjóðleg fyrirtæki höfðu notað leynileg skattaundanskot til að komast hjá því að greiða í almannasjóði. Philippe Leruth, forseti IFJ segir þetta mjög röng skilaboð hjá dómstólnum og geri framtíðarsamskipti blaðamanna og uppljóstrara enn áhættumeiri.