- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Í dag, 1. júli, hefst í Wroclaw í Póllandi menningarhöfuðborg Evrópu alþjóðleg ráðstefna þar sem rædd verða grundvallaratriði frjálsrar fjölmiðlunar á tímum þar sem tækni, markaðsvæðing og stjórnmálaafskipti hafa meiri áhrif á fjölmiðlana en oftast áður. Það eru forustumenn blaðamannafélaga, fjölmiðlafræðingar, frummkvöðlar í margmiðlun ásamt hátt settum stjórnmálamönnum sem munu fara yfir stöðuna.
Forseti Evrópusambands blaðamanna, Mogens Blicher Bjerregard, frá Danmörku, verður frummælandi í pallborði á ráðstefnunni og hann segir fjölmiðlafrelsið grundvallarrétt í lýðræðissamfélagi. Allar tilraunir stjórnvalda til að hafa áhrif á fjölmiðlana eru óhjákvæmilega ógn við lýðræði. Blaðamenn hafa lykilhlutverki að gegna í hinu lýðræðislega ferli og því er það grundvallaratriði að hvorki stjórnvöld í einstökum ríkjum né á evrópska vísu trufli þá í að sinna faglegum skyldum sínum, segir Bjerregard.
Fleiri aðstandendur ráðstefnunnar taka í sama streng, m.a. Jane Wyhatt sem starfar hjá Samtökum um fjölmiðlafrelsi í Evrópu: Á óvissutímum, þar sem rasismi og hatursorðræða færast í aukana og stjórnmálamenn eru að missa tiltrú, er brýnna en nokkru sinni að fjölmiðlar geti starfað eðlilega. Við þurfum að skapa strafsskilyrði fyrir sjálfstæða rannsóknarblaðamenn sem geta veitt valdinu aðhald. Fjölmiðlar verða að geta ögrað, gagnrýnt og jafnvel gert grín að valdafólki án þess að verða fyrir pólitískum þrýstingi, niðurskurði eða sjálfs-gagnnrýni. Í Wroclaw ætlum við að ræða hvernig hægt er að koma þessum háleitu markmiðum í framkvæmd, segir hún.