- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Evrópusamband blaðamanna (EFJ) lýsti í gær yfir áhyggjum sínum vegna stöðu á fjölmiðlamarkaði í Frakklandi, eftir að dagblaðinu France Soir var lokað og svipuð örlög blasa við nokkrum svæðisblöðum sem eru í eigu Hersant útgáfusamsteypunnar (GHM).
Endalok France Soir markar enn eitt höggið fyrir fjölbreytnina í frönsku fjölmiðlalandslagi, en þessi lokun kemur beint í kjölfar þess að dagblaðið La Tribune hvarf af sjónarsviðinu," segir Arne König forseti EFJ. Auk þess þýðir þetta að hundruð starfsmanna við fjölmiðlun mun missa vinnuna. Hneykslismálin í Bretlandi í kringum Murdoch veldið sýna hversu hættulegt það getur verið þegar dregið er verulega úr fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum," segir König ennfremur.
Um leið og þessi samdráttur verður á landsdekkandi miðlum eru héraðs- og svæðismiðlar sem tilheyra Hersant útgáfusamsteypunni í mikilli vörn. Samsteypan hefur átt í viðræðum við belgíska útgáfufyrirtækið Rossel group um sölu á fjölmörgum blöðum, en sú söluumræða hefur byggst á því að samhliða muni mikill niðurskurður og lokanir á blöðum eiga sér stað.
EFJ krefst þess að þessar viðræður og áform um hagræðingu fari fram fyrir opnum tjöldum og að gagnsæi verði tryggt, enda varði þetta mál atvinnu og afkomu hundruða manna auk þess sem fjölbreytni fjölmiðlamarkaðarins í Frakklandi sé í húfi.