Fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins

Frá afhendingu verðlaunanna í fyrra, en þá fékk Ragnar Axelsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu verðlau…
Frá afhendingu verðlaunanna í fyrra, en þá fékk Ragnar Axelsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu verðlaunin.

Ástæða er til að minna á að frestur fyrir tilnefningar til fjölmiðlaverðlauna umhverfisráðuneytisins sem umhverfisráðherra veitir á Degi íslenskrar náttúru rennur út 15. ágúst næstkomandi.

Fjölmiðlaverðlaun umhverfisráðuneytisins verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með umfjöllun sinni um íslenska náttúru. Til greina koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um íslenska náttúru.

Nánar má lesa um verðlaunin hér.

Í dómnefnd vegna verðlaunanna sitja María Ellingsen formaður, Jónatan Garðarsson og Valgerður A. Jóhannsdóttir.

Fjölmiðlafólk er eindregið hvatt til að senda inn tilnefningar vegna verðlaunanna.

Tilnefningar með rökstuðningi berist Umhverfisráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík, eða á netfangið postur@umhverfisraduneyti.is

Við sama tilefni er einnig veitt náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar.