- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Tvö bresk síðdegisblöð hafa í héraðsdómi í London verið fundin sek um að brot á réttarfarsreglum og að spilla fyrir dómsmáli með umfjöllun sinni um málið. Umfjöllun Daily Mail og Daily Mirror um morðmál og brottnám ungrar skólastúlku á meðan að málið var í dómsmeðferð var talin þess elðis að blöðin hefðu hugsanlega haft veruleg áhrif á þá kviðdóminn sem skipaður hafði verið, og að ekki yrði unnt að segja að kviðdómurinn kæmi óvilhallur og fordómalaus að málinu. Í framhaldinu höfðaði saksóknari mál á hendur blöðunum, sem gripu til varna og sögðu fréttaflutning sinn ekki hafa verið þess eðlis að hann vekti upp umtalsverða fordóma gagnvart hinum ákærða. Blöðin voru hins vegar fundin sek um að hafa spillt réttarhöldunum og birt upplýsingar sem kviðdómendur höfðu ekki fengið og sett þær fram á þann hátt að þær væru til þess fallnar að valda hjá þeim fordómum. Þar með hefðu blöðin ekki virt þær réttarfarsreglur sem gilda í Bretlandi, þ.e. þær reglur sem gilda um málsmeðferð fyrir dómi og hvernig fjölmiðlar þurfi að umgangast þær.