- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Larry Kilman, talsmaður Alþjóðlasambands dagblaða og útgefenda (WAN-IFRA) sagði á ársþingi samtakanna í Kiev í vikunni að menn skyldu varast að gera of lítið úr mikilvægi prentmiðla í þeirri umbyltingu sem er nú á fjölmiðlamarkaði. Um 2,5 milljarðarðar manna lesa prentaðar dagblaðafréttir daglega á sama tíma og aðeins um 600 milljónir lesa dagblað fréttir á netinu. Útbreiðsla dagblaða á heimsvísu er líka að aukast, og í fyrra jókst hún um 1,1%. Hins vegar er þróunin nokkuð skýr og notendum netútgáfa dagblaða fjölgar hratt.
Áskorunin sem blasir við dagblöðum á netinu er að fjölga tíðni heimsókna og ákafa fólks í að skoða fréttasíðurnar, en samkvæmt skýrslu WAN-IFRA virðist áhugaleysi almennings á fréttasíðum vera vandamál þegar þetta er skoðað í alþjóðlegu samhengi.
Fram kemur að þetta áhugaleysi (e. "lack of intensity) á netfréttum hái rekstrarlegum forsendum þessarar tegundar miðlunar. Bæði birtist þetta í því að auglýsendur vilja síður auglýsa og eins hafa lesendur ekki verið áfjáðir í að kaupa aðgang að slíkum síðum. Þannig kom aðeins um 2.2% auglýsingatekna dagblaða á heimsvísu frá netútgáfum á síðasta ári samkvæmt skýrslu WAN-IFRA, en skýrslan byggir á gögnum frá 76 löndum.