- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Loksins hefur byltingin ná inn í ríkisstjónvarpið hér, sagði egypska blaðakonan og fréttaþulurinn Fatima Nabil í samtali við BBC eftir að hún hafði lesið fréttir í sjónvarpinu með slæðu sem huldi hár hennar. Þetta var í fyrsta sinn síðan stöðin opnaði árið 1960 af fréttaþulur með höfuðslæðu birtist á skjánum. Þetta er ein birtingarmynd arabíska vorsins, en mubarak fyrrum forseti hafði bannað að konur væru með höfuðslæður í sjónvarpi og þrátt fyrir að slíku hafi margoft verið vísað til dómstóla sem úrskurðuðu að það væri réttur fóks að bera slíkar slæður, hvoru dómsúrskurðirnir hunsaðir. Samkvæmt BBC var það eitt af mörgu sem kyntu undir óánægju í landinu. Nú hefur Múslimska bræðaralagið heimilað þennan slæðuburð. Búist er við að í framhaldinu muni það breiðast hratt út að konur beri höfuðslæður í sjónvarpi í fréttatímum og í verðurfréttatímum en um 70% kvenna í Egyptalandi bera slíkar slæður dags daglega og í öðrum arabalöndum eru þessar slæðurnar algegnar í sjónvarpi.
Sjá einnig hér