- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Netvæðing dagblaðanna tekur víða sinn toll í störfum og í vikunni misstu meira en 100 starfsmenn, líka blaðamenn, á ritstjórn dagblaðs í Uruguay vinnuna þegar blaðið hætti að koma út á prenti og flutti sig alfarið á netið. Dagblaðið Unoticias hafði komið út í 30 ár of var talið eit af öflugri blöðunum í landinu og breytingin kom öllum í opna skjöldu, jafnt almennu starfsfólki sem yfirmönnum. Útgefandinn segir einfaldlega að breytingar á neytendamarkaði séu slíkar að fólk fari einfaldlega á netið til að ná sér í fréttir og umfjöllun en ekki í prentaða útgáfu af dagblöðum.
Starfsmenn blaðsins hafa mótmælt þessari ákvörðun harðlega og settust í upphafi vikunnar að á ritstjórnarskrifstofunum í mótmælaskyni. Starfsfólkið nýtur stuðnings stéttarfélags þar á meðal blaðamannafélagsins í landinu og Samtök blaðamanna í Rómönsku Amer´kuhafa einnig lýst stuðningi við félaga sína í Uruguay.