- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Búist er við mjög svartri skýrslu frá Brian Levenson, lávarði, en honum var falið að stýra rannsókn á breskum fjölmiðlum, gæðum þeirra og siðferðilegum viðmiðum. Rannsóknin var sett af stað í kjölfar hneykslismála sem tengdust News Corp fyrirtæki Rupert Murdochs. Ljóst þykir að víða verður komið við í skýrslunni og m.a. tekið á málum snerta rétt fólks til einkalífs og vernd þess réttar og svo sjálfsaga fjölmiðlafólks og þess að blaðamenn setji sér sjálfir reglur og viðmið (self-regulation).
Dagblaðið Guardian greinir frá útdrætti úr skýrslunni upp á fimm síður sem stjórnendur fjölmiðlafyrirtækja hafa fengið að sjá. Samkvæmt Guardian þá segja menn sem fengið hafa að sjá þennan útdrátt að gagnrýnin sé gríðarleg á breska fjölmiðla svo jaðri við fordæmingu. Hefur blaðið eftir viðmælanda að skýrslan sé afhjúpandi. Fréttir um skýrsluna fóru að leka út eftir að ýmsir sem í henni eru fóru að fá bréf þar sem þeim var boðið að nýta sér andmælarétt sinn. Búist er við að skýrslan komi út í sinni endanlegu mynd í október.
Sjá einnig hér