- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Samfélagsmiðlar verða sífellt mikilvægari fréttauppspretta fyrir blaða- og fréttamenn í Bandaríkjunum , samkvæm nýrri könnun frá PEW rannsóknarmiðstöðinni. Ekki er ástæða til að ætlað að þessu sé öðru vísi farið annars staðar í hinum vestræna heimi. Þessi aukning birtist m.a. í því að nú segjast um 19% blaða- og fréttamanna fá fréttir í gegnum samfélagsmiðla, en fyrir tveimur árum sögðust aðeins um 9% blaðamanna fá fréttir sínar úr slíkum miðlum. En hins vegar virðast samfélagsmiðlar fyrst og fremst vera miðlarar frétta, eins og sést á því að aðeins um 3% sögðust notfæra sér fréttir af twitter í eigin fréttum.
Netið heldur áfram að breyta því hvernig Bandaríkjamenn fá fréttir. Samkvæmt könnun Pew eru farsímar og samfélagsmiðlar að auka hraðann í breytingunni frá hefðbundnum miðlum yfir á netið. Þannig sögðust nú 39% nú fá sínar fréttir á netinu en fyrir tveimur árum voru þetta 33%. Þetta þýðir að það er aðeins sjónvarpið sem er öflugri fréttamiðill en netið.
Þá kom fram í könnuninni að meirihluti þeirra sem hlustuðu, lásu eða sáu fréttir vildu að fréttaflutningurinn væri hlutlaus og ekki kæmu fram nein sérstök sjónarmið af hálfu fréttamanna, en 26% vildu fá fréttir sem sagðar væru af fólki sem hafði sömu pólitísku skoðanir og það sjálft.
Yahoo, Google, CNN,staðbundnar fréttir, og MSM voru fimm stærstu fréttaupspretturnar á netinu samkvæmt þeim sem svörðuðu könnunininni.