- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Á 21sta þingi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna var samþykkt ályktun þar sem skorað er á ríki að vinna að öguggu og örvandi umhverfi fyrir blaðamenn að vinna störf sín á sjálfstæðan hátt og án óþarfa afskipta stjórnvalda eða annarra.
Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur fagnað þessari ályktun og hverur þjóðríki til að innleiða ákvæði hennar í góðri trú innan sinna lögsagnarumdæma.
Þessi ályktun er stórkostlegur stuðningur við alþjóðlega baráttu okkar fyrir vernd og öryggi blaðamanna og við skorum á þjóðríkin sem greiddu henni atkvæði að fylgja henni eftir, segir forseti IFJ Jim Boumelha. En það er jafnframt mikilvægt að ríki sýni að hugur fylgi máli með því að þau innleiði hana til fulls svo ekki sé talað um ef ekkert er gert með hana og hún látin safna ryki í geymsluhillum Sameinuðu þjóðanna í Genf, segir Boumelha ennfremur.
Ályktunin, sem lögð var fram af fulltrúum Austurríkis, Brasilíu, Marokkó, Sviss og Túnis og studd af meira en 60 sendinefndum til viðbótar var samþykkt samhljóða og án atkvæðagreiðslu. Samkvæmt henni ber ríkjum að grípa til nauðsynlegra aðgerða til að vernda og tryggja öryggi blaðamanna. Þar á meðal er að setja lög og reglur, auka meðvitund um þessi mál í dómskerfinu og hjá löggæslufólki og hermönnum, auk þess að efla fræðaslu almennt bæði hjá blaðamönnum og almenningi. Einnig er talað um eftirlit og aðgerðir ef um árásir á blaðamenn er að ræða og opnbera fordæmingu á þeim og nauðsynlega rannsókn og lögsóknir.
Alþjóðasamband blaðamanna, IFJ, sem er í forsvari fyrir alþjóðlegu átaki gegn ofbeldi gegn blaðamönnum setur fram ákveðin varnaðarorð samhliða því að ályktuninni er fagnað. Þau varnaðarorð lúta að ofurtrú á lagalegum lausnum á þessu vandamáli, sérstaklega lagaákvæðum og yfirlýsingum sem ekki eru í raun innleiddar. Þannig sagði Jim Boumelha fyrir skömmu að drápum á blaðamönnum og fjölmiðlafólki héldi áfram að fjölga með uggvænlegum ætti um allan heim þrátt fyrir að búið væri að samþykkja ýmis konar ályktanir um mannréttindi og alþjóðleg lagaleg tæki væru til staðar sem ættu að vinna gegn slíku. Þessi lög, samþykktir og yfirlýsingar væru einfaldlega hunsaðar af ríkisstjórnum ýmissa þjóðlanda.