- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Frumvarp að nýrri meiðyrðalöggjöf sem kynnt var í efri deild ítalska þingsins í síðustu viku hefur kallað á hörð viðbrögð frá ítlaska blaðamannafélaginu Federazione della Stampa Italiana (FNSI).
Samkvæmt frumvarpinu sem ræða á í þinginnu í þessari viku verður fangelsisrefsingu hætt sem refsingu í meiðyrðamálum, en hins vegar eiga í staðinn að koma mjög þungar sektir og réttur þeirra sem telja sig hafa beðið skaða á æru sinni aukinn til muna, m.a. með því að þei fái sjónarmið sín birt mjög fljótt í miðli hins kærða, án endurgjalds og án þess að viðkomandi miðill geti nokkuð ritstýrt því sem þar kemur fram.
Það er vissulega ekki gott að hafa slæm lög þar sem blaðamenn geta lent í fangelsi vegna ærumeiðinga, segir Arne König formaður EFJ. En það er ekki heldur ásættanlegt að fá í staðinn nýja löggjöf sem ógnar miðlunum, einkum þeim smærri og gæti þvingað blaðamenn út í umfangsmikla sjálfsritskoðun. Þetta er sérstaklega viðkvæmt á krepputímum þegar hætta stafar að bæð fjölmiðlum og lýðræðinu, segir hann enn fremur.
Upphæðirnar sem verið er að tala um í nýja frumvapinu að blaðamenn sem dæmdir eru fyrir ærumeiðingar þyrftu að borga geta verið á bilinu 5.000 til 100.000 evrur eða frá rúmum 800 þúsund krónum og upp í 16,2 milljónir króna.