- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Pistlahöfundurinn Reeyot Alemu, sem var fangelsuð á grundvelli umdeildra hryðjuverkalaga í Eþíópíu, rannsóknarblaðakonan Khadija Ismayilova sem starfar í útvarpi í Aserbaijan og hefur mátt búa við stöðugar hlernir og njósir m.a. á heimili sínu, og palestínski bloggarinn og sjálfstætt starfandi blaðakonan , Asmaa al-Ghoul, sem hefur verið barin og pínd fyrir að flytja fréttir af mótmælum á Gaza, fá allar viðukenninguna Hugrekki í blaðamennsku sem samtök kvenna í fjölmiðlum, Women's Media Foundation, veita. Við verðlaunaafhendinguna í New York í fyrradag var hinni sjötugu pakistönsku blaðakonu Zubeida Mustafa einnig veitt viðurkenning fyrir ævistarf sitt. Hún var fyrsta konan sem starfaði í hefðbundnum fjölmiðlum í Pakistan og hún vann alla tíð ötullega að því að greiða fyrir og breyta ráðningarmálum á fjölmiðlum í því skyni að fjölga konum.