- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Samtökin Blaðamenn án landamæra hafa sett upp vefsíðu sem heitir WeFightCensorship (Við berjumst gegn ritskoðun) og þar verður birt efni sem hefur verið ritskoðað eða bannað eða hefur verið tilefni til refsiaðgerða gegn þeim sem bjó efnið til. Tilganurinn era ð gera ritskoðun tilgangslausa.
Þetta er framtak sem á sér ekkert fordæmi og mun koma til viðbótar þeim aðgerðum sem Blaðamenn án landamæra beita í baráttu sinni fyrir tjáningarfrelsi og frjálsu upplýsingaflæði, s.s. fræðslu, hagsmunagæslu og aðstoð, segir í tilkynningu frá samtökunum. Efni frá blaðamönnum eða netverjum, sem hafa orðið fyrir ritskoðun mun koma til greina til birtingar á vefnum óháð því hvort um er að ræða texta, myndir, myndbönd eða hljóðupptökur. Efnið sem fer inn á síðuna er valið af sérstakri ritnefnd og samhliða því að efnið verður birt verður gerð grein fyrir aðstæðum og kirngumstæðum þess sem bjó til efnið. Einnig er hugsanlegt að efninu fylgi viðbótar upplýsingar eða skjöl sem varpa ljósi á það hvers vegan efnið var bannað og hjálpa almenningi til að skilja mikilvægi þess.
Efni alls staðar að úr heiminum verður birt á frummálinu en einnig í þýðingu, (líka á kínversku, persnesku og víetnamísku) og er vefsíðan þannig úr garði gerð að auðvelt á að vera að fjölfalda hana og speglaðar síður verða búnar til þannig erfitt mun verða að blokkera hana eða útiloka. Þá munu fylgja tilmæli til netverja um heim allan að dreifa sem víðast því efni sem þar er að finna.