Fréttir

Tilkynning

Málþing: Mannréttindi á upplausnartímum

Stofnun dr. Sigurbjörns Einarssonar og Guðfræðistofnun Háskóla Íslands efna til málþings föstudaginn 25. janúar í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands kl. 13:30. Heiti málþingsins er Mannréttindi á upplausnartímum. Athyglinni verður meðal annars beint að stöðu mannréttinda og þróun á ólgutímum, réttindum hópa andstætt réttindum einstaklinga, átökum strangtrúarmanna og veraldlega sinnaðra í Mið-Austurlöndum. Fyrirlesarar eru Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International, og Magnús Þorkell Bernharðsson, dósent í sögu Miðausturlanda við Williams College í Bandaríkjunum. Stjórnandi málþingsins er Ævar Kjartansson, guðfræðingur og dagskrárgerðarmaður. Dagskrá: 13:30-14:45 Fyrirlestrar 14:45-15:05 Kaffihlé 15:05-16:00 Umræður Hlutverk Stofnunar dr. Sigurbjörns Einarssonar er að vinna að rannsóknum og fræðslu í trúarbragðafræði og guðfræði í þeim tilgangi að auka þekkingu og skilning á trúarbrögðum heimsins og stuðla að sáttargjörð ólíkra trúarviðhorfa, vinna gegn tortryggni og efla skilning og umburðarlyndi. Stofnunin er í eigu Þjóðkirkjunnar
Lesa meira
Meiðyrðalöggjöf nýtt til þöggunar

Meiðyrðalöggjöf nýtt til þöggunar

Meiðyrðamál eru að verða tæki til þöggunar í samfélaginu og margir sem þau höfða er fólk sem hefur lent í erfiðri þjóðfélagsumræðu eða á vafasama fortíð. Það stefnir fyrir fjöldann allan af ummælum í þeirri von að eihver þeirra haldi. Dómstólar líta ekki heildstætt á málin heldur taka þátt í þessu og dæma í himinháar fésektir. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Hreins Loftssonar hæstaréttarlögmanns og eiganda útgáfufélagsins Birtings á málþingi um vernd afhjúpenda sem haldið var í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins í dag. Hreinn upplýsti að útgafufélagið Birtingur hafi á árunum 2008-2011 fengið á sig 15 meiðyrðamál og kostnaður útgáfunnar og blaðamanna hafi í heild numið hátt í 30 milljónum. Slíkt sé mikill herkostnaður bæði fyrir blaðamenn og litla útgáfu, enda hafi þetta stefnt starfseminni í tvísýnu. Hreinn var harðorður í garð íslenska dómskerfisins og fór sérstaklega yfir þau tvö mál sem farið hafa til Strassborgar og dæmt var í síðastliðið sumar. Í báðum þeim málum hafi Mannréttindadómstóllinn gagnrýnt harðlega málsmeðferð og efnistök íslenskra dómstóla, bæði í héraði og fyrir Hæstarétti. Meðal annars hafi verið gagnrýnt að Hæstiréttur hafi synjað blaðamanni um áfrýjun í öðru málinu á grundvelli þess að upphæðin sem um var að tefla væri undir viðmiðunarmörkum áfrýjunar. Slíkt hafi í raun verið furðulegt enda nýleg dæmi um annað, og málið hafi haft mikla þýðingu, ekki síst fyrir viðkomandi blaðamann – öfugt við niðurstöðu Hæstaréttar. Raunar sagði Hreinn að það væri “grunsamlegt” hvernig tilteknir dómarar virtust dæma blaðamenn til sekta en staðnæmdust að því er virtist við þau sektarmörk sem eru skilyrði fyrir áfrýjun. Þannig væri komið í veg fyrir áfrýjun og umfjöllun í Hæstarétti um málin. Hreinn sagði að vissulega væri ábyrgð blaðamanna mikil og í einhverjum tilfellum hafi þeir gert mistök og verið sekir um óvönduð vinnubrögð. Hins vegar væri það alls ekki alltaf og í þeim málum sem farið hafa til MDE hafi dómstóllinn einmitt hrosað viðkomandi blaðamönnum sérstaklega fyrir vinnubrögð. Hann benti einnig á að það væri áhyggjuefni að afstaða stjórnvalda virtist ekki hafa breyst mikið þrátt fyrir dómana sem féllu gegn ríkinu í fyrra sumar, því í síðustu viku hafi verið ákveðið að hafna sáttaumleitunum í þeim tveim málum sem MDE hefur ákveðið að taka til efnismeðferðar.
Lesa meira
Hlutverk og ábyrgð fjölmiðla í aðdraganda kosninga

Hlutverk og ábyrgð fjölmiðla í aðdraganda kosninga

Málþing um fjölmiðla og kosningar verður haldið nk á miðvikudag, 23. janúar kl. 14-17 í Öskju stofu 132. Það eru mennta- og menningarmálaráðuneytið, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og meistaranám í blaða- og fréttamennsku við HÍ sem standa fyrir málinginu. Tilefni þess eru ábendingar ÖSE um að ekki giltu hér á landi opinberar reglur um störf eða skyldur fjölmiðla í aðdraganda kosninga. Fjölmörg ríki hafa sett reglur er lúta að atriðum er varða umfjöllun og störf fjölmiðla í tengslum við kosningar. Í kjölfar eftirlits með kosningum til Alþingis árið 2009 benti eftirlitsnefnd  Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) á að hér á landi giltu ekki reglur um störf eða skyldur fjölmiðla í aðdraganda kosninga.  Kom nefndin með ábendingar um að íhuga mætti lagasetningu um starfsemi fjölmiðla í tengslum við kosningar. Ábendingar nefndarinnar voru einkum þrjár:   1. Að skoða hvort rétt sé að veita Útvarpsréttarnefnd (fjölmiðlanefnd) leiðbeiningarhlutverk varðandi mikilvægi fjölmiðla í aðdraganda kosninga og að setja reglur um umfjöllun fjölmiðla um kosningabaráttuna. 2. Útvarpsréttarnefnd (Fjölmiðlanefnd) gæti kannað möguleikana á því að gefa út leiðbeiningar um pólitískar auglýsingar. Það væri æskilegt að gerð væri skýr grein fyrir því hvað er keyptur útsendingartími þannig að viðskiptalegt eðli skilaboðanna væri öllum ljóst. Þessi athugasemd tengdist m.a. uppákomu sem varð hjá INN vegna selds útsendingartíma til stjórnmálaflokka. 3. Setja mætti í lög ákvæði um gjaldfrjálsan útsendingartíma hjá sjónvarpsstöðvum til að tryggja festu í þessum málum milli kosinga. Þessi athugasemd kom að hluta í tengslum við ákvörðun RÚV að bjóða flokkum upp á ókeypis útsendingartíma, en með því skilyrði að allir flokkar vildu þiggja hann. Á daginn kom að gömlu flokkarnir töldu ekki svara kostnaði að eyða í vinnslu fyrir slíka Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd með fulltrúum allra flokka til fara yfir athugasemdir ÖSE og gera tillögur til úrbóta Dagskrá: 1. Finnur Beck, form. nefndar menntamálaráðherra um málið, opnar málþingið2. Elfa Ýr Gylfadóttir  framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar3. Guðbjörg Hildur Kolbeins fjölmiðlafræðingur4. Margrét Sverrisdóttir, verkefnastjóri5. Ólafur Stephensen ritstjóri6. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður. Pallborð með frummælendum ásamt Ólafi Þ Harðarsyni prófessor og Frey Einarssyni,  ritstjóra. Fundarstjóri er Þór Jónsson, blaðamaður.
Lesa meira
Hinn virti þýski fræðimaður, Thomas Horen verður meðal frummælenda

Tjáningarfrelsi og vernd afhjúpenda

Áhugavert málþing sem ber yfirskriftina “Tjáningarfrelsi og vernd afhjúpenda” verður haldið í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins nk. þriðjudag, 22. janúar milli kl 13:00-16:30. Það er mennta- og menningarmálaráðuneytið og stýrihópur um framkvæmd þingsályktunar um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis sem standa fyrir málþinginu. Það var þann 16. júní 2010 sem Alþingi samþykkti þingsályktun þess efnis að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Í greinargerð með þingsályktunartillögunni er talið að leita verði leiða til að styrkja tjáningarfrelsi, málfrelsi, upplýsingamiðlun og útgáfufrelsi auk þess sem vernd heimildarmanna og afhjúpenda verði tryggð. Það var mat flutningsmanna tillögunnar að nauðsynlegt væri gera tilteknar lagabreytingar til að hrinda efni hennar í framkvæmd, þ.á m. um vernd afhjúpenda en fyrirmynd að slíkri löggjöf er að finna í ýmsum nágrannaríkjum Íslands. Með slíkri vernd er reynt að vernda réttarstöðu afhjúpenda, hvort heldur hjá hinu opinbera eða í einkageiranum, þegar þeir hafa upplýsingar sem eiga erindi til alls almennings. Þann 3. maí 2012 skipaði mennta- og menningarmálaráðherra stýrihóp og er honum ætlað að leiða vinnu ráðuneytisins við greiningu og úttekt á lagaumhverfinu hér á landi og erlendis með tilliti til efnis þingsályktunarinnar og með hliðsjón af þjóðréttarskuldbindingum Íslands. Með málþinginu verður leitast við að varpa ljósi á þær tillögur sem lagðar eru fram í þingsályktuninni. Jafnframt munu frummælendur fjalla um ólík málefni tengd tjáningarfrelsi og vernd afhjúpenda og hvert beri að stefna í tengslum við lagasmíð um afhjúpendur á Íslandi. Dr. Thomas Hoeren veitti framsögumönnum þingsályktunartillögunnar ráðgjöf við vinnu hennar og David Leigh kom að því að afhjúpa eitt umfangsmesta spillingarmál síðari ára. Dagskrá: Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra: Ávarp Ása Ólafsdóttir, dósent í Í og formaður stýrihópsins: Starf og hlutverk IMMI hópsins”. Dr. Thomas Horen, deildarforseti lagadeildar Háskólans i Munster í Þýskalandi: “Whistleblowing – the conflict between the right to information and anonymity.” David Leigh, ritsjtóri yfir rannsóknarblaðamennsku hjá breska dagblaðinu The Guardian, „Whistleblower in UK and how they have been helpful in processing the news and what specifcally can be done in the guestion of „high-risk information sources“. Hreinn Loftsson, hæstaréttarlögmaður og aðaleigandi Birtings: “Tháningarfrelsi blaðamanna í ljósi nýlegra dóma”. Að loknum erindum fara fram pallborðsumræður með frummælendum en auk þeirra situr í pallborði Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður og einn flutningsmanna þingsályktunartillögunnar. Fundar og umræðustjóri: Þóra Arnórsdóttir
Lesa meira
Tilkynning

Hlutverk og ábyrgð fjölmiðla í aðdraganda kosninga

Málþing verður haldið miðvikudaginn 23. janúar kl. 14-17 í Öskju stofu 132 á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála og meistaranáms í blaða- og fréttamennsku við HÍ í tilefni ábendingar ÖSE um að ekki giltu hér á landi opinberar reglur um störf eða skyldur fjölmiðla í aðdraganda kosninga. Dagskrá: 1. Finnur Beck, lögfræðingur, opnar málþingið2. Elfa Ýr Gylfadóttir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar3. Guðbjörg Hildur Kolbeins fjölmiðlafræðingur4. Margrét Sverrisdóttir, verkefnastjóri5. Ólafur Stephensen ritstjóri6. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður. Pallborð með frummælendum ásamt Ólafi Þ Harðarsyni prófessor og Frey Einarssyni, ritstjóra. Fundarstjóri er Þór Jónsson, blaðamaður. Fjölmörg ríki hafa sett reglur er lúta að atriðum er varða umfjöllun og störf fjölmiðla í tengslum við kosningar. Í kjölfar eftirlits með kosningum til Alþingis árið 2009 benti eftirlitsnefnd Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) á að hér á landi giltu ekki reglur um störf eða skyldur fjölmiðla í aðdraganda kosninga. Kom nefndin með ábendingar um að íhuga mætti lagasetningu um starfsemi fjölmiðla í tengslum við kosningar þ.m.t. um pólítískar auglýsingar og veitingu útsendingartíma til framboð. Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd með fulltrúum allra flokka til fara yfir athugasemdir ÖSE og gera tillögur til úrbóta.
Lesa meira
Tilkynning

Málþing um tjáningarfrelsi og vernd afhjúpenda

Málþing um tjáningarfrelsi og vernd afhjúpenda verður haldið 22. janúar kl. 13 - 16.30 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Að því stendur mennta- og menningarráðuneytið og stýrihópur um framkvæmd þingsályktunar um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Dagskrá: Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra: Ávarp. Ása Ólafsdóttir, dósent í HÍ og formaður stýrihópsins: Starf og hlutverk IMMI hópsins. Dr. Thomas Hoeren, deildarforseti lagadeildar Háskólans í Munster í Þýskalandi: Wistleblowers - the conflict between the right of information and anonymity. David Leigh, ritstjóri yfir rannsóknarblaðamennsku hjá breska dagblaðinu The Guardian: Wistleblowers in UK and how they have been helpful in processing the news and what specifically can be done in the question of "high-risk information sources" Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður og aðaleigandi Birtings: Tjáningarfrelsi blaðamanna í ljósi nýlegra dóma." Að loknum erindum far afram pallborðsumræður með frumbælendum en auk þeirra situr í pallborði Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður og einn flutningsmanna tillögunnar. Fundar- og umræðustjóri: Þóra Arnórsdóttir
Lesa meira
Að mestu sameiginlegt almannarými innflytjenda og annarra Norðmanna

Að mestu sameiginlegt almannarými innflytjenda og annarra Norðmanna

Samkvæmt rannsókn sem Háskólinn í Osló og greiningadeild NRK, norska ríkisútvarpsins standa að er fjölmiðlaneysla innflytjenda í Noregi mjög svipuð því sem gerist hjá Norðmönnum almennt. Af þessu er dregin sú ályktun að almannarými fjölmiðla í Noregi sé ekki með áberadi hætti skipt upp í hólf, og að stærstum hluta séu allir, innflytjendur og aðrir að deila sama almannarými. Rannsóknin byggir á könnun meðal 900 innflytjenda þar sem þeir eru spurðir um fjölmiðlaneyslu sína og meða þess sem í ljós kom er að átta af hverjum tíu þeirra nota fjölmiðla á hverjum degi. Flestir nota Netið daglega eða 90% og síðan sjónvarp eða 66%, en til samanburðar má nefna að 95% af Norðmönnum í heild nota netið daglega og 81% horfa daglega á sjónvarp. Þá kemur í ljós að það eru stærstu fjölmiðlarnir í Noregi sem innflytjendur nota mest, NRK er sterkt og sömuleiðis dagblaðið VG. Þetta er svipað mynstur og hjá Norðmönnum almennt. Sjá meira hér og hér
Lesa meira
,,Allt á eftir að enda á netinu

,,Allt á eftir að enda á netinu"

Eiríkur Jónsson segir að síðasta árið sé búið að vera áhugaverður tími í blaðamennsku en hann hóf að reka fréttavefinn eirikurjonsson.is fyrir tæpu ári síðan eða í byrjun mars 2012. Í tilefni þess var hann tekin í stutt spjall. Eiríkur segist mjög sáttur við að hafa reynt enda lengi dreymt um. ,,Eitthvert fjármagn þarf í starti eins og gefur að skilja en nú er svo komið að vefurinn er svo gott að verða sjálfbær - þó enn geti brugðið til beggja vona eins og víðast hvar annars staðar. Lærdómurinn er sá að maður verður að standa vaktina sjálfur og fórna hefðbundnum frítíma. Best væri að ráða aðstoðarmann sem stæði vaktina á móti en til þess þarf veltan að verða meiri." Eiríkur var spurður hvort það væri ekki einmannalegt að starfa einn við vefinn, hvort hann saknaði ekki erils ritstjórna og félagsskapar? ,,Svar við spurningunni er einfalt: Vona að ég þurfi aldrei aftur að starfa á vinnustað með mörgum. Félagsskapurinn? Ég er í reglulegum tengslum við fjölmarga, fréttamenn sem aðra, sem hafa ánægju af að leggja mér lið og gildir það jafnt um fréttaöflun og auglýsingasölu. Fólk er að fíla þetta." Eiríkur segist aðspurður telja að fleiri fréttamenn hljóti að fara inn á þessa braut. ,,Ekki geta þeir allir farið að vinna á bensínstöð þegar hinir hefðbundnu, gömlu fjölmiðlar leggja upp laupana. Allt á eftir að enda á netinu en það þýðir ekki endilega að þeir eigi eftir að njóta eldanna sem fyrstir kveiktu þá." Þess má geta að vefurinn er í eigu félagsins Eiríkur Jónsson ehf. sem Eiríkur er alfarið skráður fyrir. Sigurður Már Jónsson
Lesa meira
Tilnefningarfrestur til 11. febrúar!

Tilnefningarfrestur til 11. febrúar!

Rétt er að minna á að frestur til að skila inn tilnefningum til Blaðamannaverðlauna fyrir árið 2012 er til kl 12:00 mánudaginn 11. febrúar 2013.  Tilnefningar  ásamt fylgigögnum skulu annað hvort berast til skrifstofu Blaðamannafélagsins, Síðumúla 23, Reykjavík  eða vera skilað rafrænt á sérstöku tilnefningarformi sem finna má með því að smella á hnappinn "Tilnefnið hér" , sem er hér til hliðar. Í samræmi við samþykkt síðasta aðalfundar hefur verðlaunaflokkum verið fjölgað úr þremur í fjóra og hefur flokkurinn "Viðtal ársins" nú bæst við en fyrir voru verðlaunaflokkarnir "Blaðamannaverðlaun ársins"; "Rannsóknarblaðamennska ársins"; og "Besta umfjöllun árins". Í greinargerð með tillögu stjórnar fyrir aðalfund sagði meðal annars um tilefni þessarar breytingar að  næstum áratugs reynsla er nú komin á Blaðamannaverðlaun B.Í. Fram hafi komið hjá talsmönnum dómnefndar í gegnum árin að skynsamlegt kynni að vera að bæta við einum eða tveimur verðlaunaflokkum til þess að verðlaunin næðu til fjölbreyttari flóru blaðamennsku á Íslandi. Síðan segir í greinargerðinni:  " Þegar þessi mál hefur borið á góma hefur það jafnan verið ótti við að verðlaunaflokkum fjöldi of mikið. Vissulega má til sanns vegar færa að brýnt sé varlega í að fjölga flokkum. Of margir flokkar geta gengisfellt verðlaunin og gert þau ómarkvissari. Hins vegar er stjórn BÍ sammála því áliti talsmanna dómnefndar í gegnum árin að óhætt væri að fjölga um einn.  Í ljósi þess að þeir flokkar sem nú þegar er verðlaunað fyrir byggja að verulegu leyti á fréttatengdu efni, er mikilvægt að draga fram það sem vel er gert í annars konar blaðamennsku. Því er gerð tillaga um að bæta við aðeins einum flokki, “Viðtal ársins”."
Lesa meira

Sívakandi umræða um hlutlægni og trúverðugleika

Trúverðugleiki og hlutlægni er mikið rætt málefni meðal norskra blaðamanna og á dögunum kom upp mál í íþróttafréttum NRK, norska ríkisútvarpsins, þar sem þetta var í brennidepli. Málsatvik voru þannig að eftir keppni í skíðagöngu þar sem norska liðið vann var tekið viðtal við einn liðsmanninn þar sem hann var meðal annars spurður um keppnina og árangurinn og þar sem viðmælandinn átti afmæli sama dag var hann spurður hvort hann hefði getað óskað sér að fá betri afmælisgjöf en þennan sigur. Í sjálfu sér hefur enginn gert athugasemd við spurningarnar eða svörin og þetta var sýnt bæði í sjónvarpsfréttaþætti NRK, Dagsrevyen og á vef NRK. Það sem hins vegar hefur verið tilefni umræðunnar er að sá sem tók viðtalið – og var með hljóðnema í mynd merktan NRK – var félagi í skíðagönguliðinu. Það var semsé landsliðsmaður að taka viðtal við liðsfélaga sinn um keppni sem þeir voru báðir að taka þátt í.  Á síðu norska Blaðamannsins (journslisten.no) er fjallað um þetta og talað við fréttastjóra íþróttafrétta hjá NRK sem afsakar þetta og talar um að þetta hafi verið mistök og hann segir að tilhneiging hafi verið komin upp hjá stofnuninni að túlka reglur um lausamenn sem taka viðtöl of rúmt. Stundum þurfi að fá inn lausamenn til viðtala, en reglan sem um slíkt gildi sé að það sé þá fólk ótengt því sem fjallað er um til að tryggja trúverðugleika, hlutlægni og hlutleysi. Það hafi ekki verið í þessu tilfelli meðal annars vegna þess að slaknað hafi á eftirflgni með reglum, en því hafi nú verið kippt í liðinn þannig að svona nokkuð ætti ekki að koma fyrir aftur. Sjá einnig hér
Lesa meira