Fyrirlestur: Ný heimildaljósmyndun í brennidepli
Ný heimildaljósmyndun í brennidepli fyrirlestur í Norræna Húsinu
Hinn grísk-breski heimildaljósmyndari George Georgiou mun halda fyrirlestur um ljósmyndun sína í Norræna Húsinu laugardaginn 9. febrúar klukkan 13. Hann var listrænn leiðbeinandi Borderlines-ljósmyndaverkefnisins sem nú er til sýnis á jarðhæð Norræna Hússins á vegum FÍSL. George er margverðlaunaður en hann hefur undanfarinn áratug dvalist og myndað í Austur-Evrópu, Tyrklandi og á Balkanskaga.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku en mun George aðallega lýsa tveimur nýlegum verkum sínum:Invisible London samanstendur af myndum sem hann tekur úr strætó á ferðalögum sínum um London. Þannig tekst honum oft á tíðum að ná myndum af einlægum augnablikum sem hann gæti illa gert berskjaldaður á götum London. Myndirnar bera ýmis merki þess að vera teknar úr breskum strætisvögnum og skapa einstaka mynd af borginni og íbúum hennar.Turkey/Faultlines/East/West er eins og nafnið gefur til kynna sería af myndum frá Tyrklandi, landi andstæðna, þar sem austrið og vestrið mætast. George bjó og vann í Tyrklandi í næstum fimm ár og fylgdist með þeim mikla uppgangi sem þar hefur verið síðastliðin ár.
Eftir fyrirlesturinn veitist tækifæri til spjalls, bæði við George og þátttakendur í Borderlines, Valdísi Thor og Hallgerði Hallgrímsdóttur.Reykjavíkurborg og Canon-Nýherji styrkja sýninguna og Reykjavíkurborg styrkir sérstaklega komu George til landsins.
Sjá:www.georgegeorgiou.net
07.02.2013
Lesa meira