Fréttir

Tilkynning

Fyrirlestur: Ný heimildaljósmyndun í brennidepli

Ný heimildaljósmyndun í brennidepli – fyrirlestur í Norræna Húsinu Hinn grísk-breski heimildaljósmyndari George Georgiou mun halda fyrirlestur um ljósmyndun sína í Norræna Húsinu laugardaginn 9. febrúar klukkan 13. Hann var listrænn leiðbeinandi Borderlines-ljósmyndaverkefnisins sem nú er til sýnis á jarðhæð Norræna Hússins á vegum FÍSL. George er margverðlaunaður en hann hefur undanfarinn áratug dvalist og myndað í Austur-Evrópu, Tyrklandi og á Balkanskaga. Fyrirlesturinn fer fram á ensku en mun George aðallega lýsa tveimur nýlegum verkum sínum:Invisible London samanstendur af myndum sem hann tekur úr strætó á ferðalögum sínum um London. Þannig tekst honum oft á tíðum að ná myndum af einlægum augnablikum sem hann gæti illa gert berskjaldaður á götum London. Myndirnar bera ýmis merki þess að vera teknar úr breskum strætisvögnum og skapa einstaka mynd af borginni og íbúum hennar.Turkey/Faultlines/East/West er eins og nafnið gefur til kynna sería af myndum frá Tyrklandi, landi andstæðna, þar sem austrið og vestrið mætast. George bjó og vann í Tyrklandi í næstum fimm ár og fylgdist með þeim mikla uppgangi sem þar hefur verið síðastliðin ár. Eftir fyrirlesturinn veitist tækifæri til spjalls, bæði við George og þátttakendur í Borderlines, Valdísi Thor og Hallgerði Hallgrímsdóttur.Reykjavíkurborg og Canon-Nýherji styrkja sýninguna og Reykjavíkurborg styrkir sérstaklega komu George til landsins. Sjá:www.georgegeorgiou.net
Lesa meira
Orlofshús BÍ um páska

Orlofshús BÍ um páska

Auglýst er eftir umsóknum vegna dvalar í orlofshúsum BÍ um páskana 2013 frá miðvikudeginum 27. mars til þriðjudagsins 2. apríl. Orlofshúsin eru fjögur talsins, raðhús á Akureyri, Stóra-Brekka, Litla-Brekka og Stykkishólmur. Leiguupphæð um páska er sú sama og leiguupphæð að sumri.Umsóknarfrestur er til föstudagsins 15. mars og ber að sækja um á netfangið orlofshus@press.isVið úthlutun er tekið mið af því hvort félagar eru fullgildir, hversu lengi þeir hafa verið í félaginu og hvort þeir hafi áður fengið úthlutað um páska.
Lesa meira
Nýtt starfsár EFJ í Brennidepli

Nýtt starfsár EFJ í Brennidepli

Evrópusamband blaðamanna, EFJ, hefur í nýju fréttabréfi kynnt helstu áherslur sýnar fyrir árið 2013 og setur þrjú málefni í brennidepil. Þau þrjú mál sem munu verða í forgrunni baráttu sambandsins í ár eru þessi: Barátta fyrir frelsun fangelsaðra blaðamanna í Tyrklandi. Barátta fyrir sanngjörnum samningum fyrir blaðamenn í Evrópu. Þáttaka í átaki fjölmargra stofnana og félagasamtaka fyrir fjölbreytni fjölmiðla í Evrópu. Evrópusambandi hefur með skiulagsbeytingum á Alþjóðasambandi blaðamanna fengið meira sjálfstæði frá móðursamtökunum og í dagskrá og stefnumörkun fyrir aðalfund EFJ í maí sem haldinn verðu í Verviers í Belgíu tekur mið af því. Einn liður í þessum breytingum er útgáfa fréttabréfsins Brennidepils þar sem ofangreinar áherslur eru settar fram, en fréttabréfið mun koma út á um tveggja vikna fresti. Sjá fréttabréfið Brennidepil
Lesa meira
Tilkynning

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn þann 5. febrúar næstkomandi. Þemað í ár er „Réttindi og ábyrgð á netinu ” og munu yfir 70 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag. Netöryggismiðstöðvar 30 Evrópuþjóða, sem mynda Insafe samstarfsnetið, og nærri 40 önnur lönd munu þennan dag leiða saman ýmsa hagsmunaðila til þess að vekja athygli á og ræða netið. Samstarfsnetið hefur látið framleiða stutta auglýsingu til þess að styðja við átakið, en hún verður aðgengileg á netinu og sýnd í sjónvarpi næstu daga. Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir málþingi í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl. 13.00-16.00. Málþingið er haldið í samstarfi við ráðuneyti innanríkis-, velferðar- og mennta- og menningarmála, Póst- og fjarskiptastofnun, Símann, Lenovo, Microsoft Íslandi og Háskóla Íslands. Fundarstjóri er Hafþór Freyr Líndal, ungmennaráði SAFT. Dagskrá: 13.00 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur málþingið og veitir verðlaun í samkeppni um besta barnaefnið á netinu 13.15 Málstofa 1 – stofa H207 - Skólinn, uppeldi og samfélagsmiðlar • Hver er draumaskólinn? • Tölvu- og töflumenning • Bætt upplýsingalæsi aukin meðvitund um netöryggi í grunnskólum landsins • Tölvur í leikskólum, til hvers? • Einelti • Fjárhættuspila• Klám á netinu • Birtingamynd kynjanna• Netið og sjálfsmynd • Ábyrgð foreldra • Félagsleg virkni og samskipti • Internetið er komið til að vera• Kommentakerfi fjölmiðla 13.15 Málstofa 2 – stofa H205 - Tækni, öryggi og lög • Áhrif snjalltækja á samskipti • Opinn hugbúnaður og apps • Auðkenning á netinu • Tölvuský • Forvarnir og fræðsla um netvarnir• Ábendingahnappur • Niðurhal og PEGI • Frumvarp um landslénið .is • IGF – umræðuvettvangur um skipulag og þróun internetsins • Réttindi og skyldur á netinu • Almenn hegningarlög og úrræði við ólögmætu efni á netinu • Netsíun 16.00 Veitingar Málþingið verður sent beint út á Netinu en nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu SAFT. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á saft@saft.is eða hér á Facebook síðu SAFT, en þingið er öllum opið án endurgjalds á meðan húsrúm leyfir.
Lesa meira

Washington Post: Bloggarar eða blaðamenn? Það er spurningin!

Jim Inhofe öldungardeildarþingmaður í Bandaríkjunum vitnaði í bloggarann Jennifer Rubin á Washington Post, þegar hann sat fyrir svörum í tengslum við tilnefningu Chuck Hagel sem varnarmálaráðherra sl. fimmtudag. Inhofe vísaði til bloggarans Jennifer Rubin sem „blaðamanns á Washington Post“ og í kjölfarið hefur brotist fram í opinbera umræðu – á Twitter - átakamál sem lengi hefur kraumað innan ritstjórnar Washington Post. Skömmu eftir að umrædda tilvísun í Jennifer Rubin, setti Rajiv Chandrasekaran, blaðamaður á Washington Post, inn færslu þar sem hann sagði að Rubin „væri EKKI blaðamaður á Washington Post“. Með því var opinberuð umræða sem hefur skipt starfsmönnum Washington Post í tvær fylkingar undanfarin ár: Washington Post sem kom seint á netið og berst við að halda stöðu sinni á fjölmiðlamarkaði sem yfirburðamiðlill ,tók upp á því að fá þekkta bloggara til að skrifa fyrir sig, bloggara sem oft eru með sterkar skoðanir og draga taum ákveðinna pólitískra afla. Þetta hefur hins vegar farið í fólk á fréttadeildinni, sem segir að þessi skoðanaskrif með óljósum mörkum gagnvart öðru efni hafi gengisfellt stöðu blaðsins sem hlutlægs, sanngjarns og óháðs miðils. Sjá meira hér
Lesa meira
Danir fá fréttaverðlaun Blaðamannaverðlauna Evrópu

Danir fá fréttaverðlaun Blaðamannaverðlauna Evrópu

Í gær var upplýst um hverjir fengu Blaðamannaverðlauna Evrópu 2012 (European Press Prize) en þessi verðlaun eru nú veitt í fyrsta sinn. Um er að ræða samstarfsverkefni fjölmiðlastofnana í Danmörku, Hollandi, Bretlandi og Tékklandi en tilnefninga er leitað frá allri Evrópu. Formleg afhending verðlaunanna verður hins vegar ekki fyrr en 26. febrúar næstkomandi. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum: fréttaverðlaun, dálkahöfundaverðlaun, ritstýringarverðlaun, og frumkvöðlaverðlaun. Fréttaverðlaunin fóru til blaðamanna á Jyllands Posten, þeirra Orla Borg, Carsten Ellegaard Christensen og Morten Pihl fyrir röð frétta um Morten Storm sem var njósnari fyrir dönsku leyiþjónustuna. Dálkahöfundaverðlaunin fóru til Grikkjans Nikos Chrysoloras, sem starfar við dagblaðið Kathimerini, fyrir grein hans “Hvers vegna Grikkir verða að vera í evrusamstarfinu”. Greinin var birt í blöðum um alla Evrópu. Ritstýringarverðlaunin féllu í hlut Ihor Pochynok, aðalritstjóra 'Express' í Úkraínu sem er staðbundið blað í Lviv þar í landi. Blaðið þykir dæmi um öflugt héraðsblað sem tekið hefur afgerandi forustu í staðbundinni umræðu og á köflum líka í umræðu á landsvísu. Frumkvöðlaverðlaunin fékk Paul Lewis frá Bretlandi ritstjóra sérverkefna hjá The Guardian í London. Viðurkenningin er fyrir verkefnið “Reading the Riots” eða Lesið í mótmælin, en hann ásamt háskólakennaranum Tim Newburn og 30 öðrum rannsakendum greindu með nýstárlegum hætti í meira en ár óerðirnar í Englandi sumarið 2011.   Formaður dómnefndar var Harold Evans lávarður og fyrrum ritstjóri Sunday Times og núverandi ritstjóri hjá Reuters. Hann sagði í tilefni af tilkynningunni um verðlaunahafana, að það hafi verið mikil áskorun að meta tilnefningarnar frá 32 löndum alls staðar að úr Evrópu. Menning og saga landanna væri ólík og því hafi fjölbreytnin verið mikil. Hins vegar hafi gæði, ransóknarvinna og eldmóður við að afhjúpa sannleikann verið samnefnari sem náði yfir öll landamæri. Aðrir í dómnefnd voru Sylvie Kauffmann frá Le Monde, Yevgenia Albats, aðalritstjori hjá New York Times í Moskvu og Jørgen Ejbøl, stjórnarformaður JP/Politiken og varaformaður í Jyllands Posten stofnuninni. Verðlaunahafar fá 10.000 evrur í verðlaunafé.   Minna má á að frestur til að skila inn tilnefningum til Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands rennur út á hádegi 11. febrúar Sjá meira hér
Lesa meira
Leiðir til fækkunar héraðsfréttablaða

Leiðir til fækkunar héraðsfréttablaða

Íslandspóstur hefur sagt upp dreifingarsamningi sínum við héraðsfréttarblaðið Austurgluggann. Að sögn Ragnars Sigurðssonar, ritstjóra Austurgluggans, hefur þessi breyting í för með sér 25% hækkun á póstburðargjöldum. „Við gerðum nýjan samning við Íslandspóst 2011 sem hafði í för með sér um 15% hækkun. Í síðustu viku barst mér svo bréf þar sem tilkynnt var um að afláttarkjör Austurgluggans væru afnumin frá 1. apríl nk. Þessi breyting hækkar okkar póstburðargjöld um 25%.” Að sögn Ragnars hittir þetta útgáfuna á afar brotthættum tíma. Reksturinn hefur verið skorin niður umtalsvert á undanförnum árum og ljóst að ekki verður gengið lengra í þeim efnum. „Við höfum engan annan kost í stöðunni að hækka áskriftarverð til samræmis við þessa gífurlegu hækkun rekstrarkostnaðar. Vonandi sýna áskrifendur því skilning.” Ragnar segir að mikil barátta sé við að halda rekstrinum stöðugum. „Við höfum verið að greiða niður skuldir undanfarin ár og skorið niður í starfseminni. En hækkandi kostnaður eins og póstburðargjöld, eldsneyti og fleira hóf að bitna verulega á rekstrinum í fyrra. Við erum í áskriftaröflun sem stendur og hún gengur vel, við höfum gert samstarfssamninga vegna vinnslu fréttabréfa s.s. Fljótsdalsstöðvarfréttir og ýmislegt annað til að mæta þessari kostnaðaraukningu. Í miðri þeirri baráttu bætist svo á 25 % hækkun póstburðargjalda svo eðlilega er hljóðið í mér ekki gott.” Ragnar segir að engin vafi sé á því að þessir breyttu skilmálar Íslandspóst séu mjög hamlandi fyrir héraðsfréttablöð eins og Austurgluggann. „Íslandspóstur tekur af þau aflsáttarkjör sem Austurglugginn hefur haft og birtir nýtt afláttarkerfi sem miðar að því að þú þarft að dreifa fleiri en tilkennum fjölda blaða til að fá ákveðin aflsátt. Blað eins og Austurglugginn er á mjög litlum markaði þ.e. markaðssvæðið Austurland, við leitumst við að þjónusta svæðinu sem gerir það að verkum að við eigum aldrei möguleika á því að ná niður póstburðargjöldunum þar sem fjöldi mögulegra viðskiptavina á Austurlandi eru ekki í samræmi við þau viðmið sem Íslandspóstur setur. Þetta leiðir á endanum til fækkun héraðsfréttablaða og styrkir stöðu frídreifingarblaða.”
Lesa meira
Launahækkun um mánaðarmót

Launahækkun um mánaðarmót

Öll laun og kjaratengdir liðir hækka um 3,25% frá og með næstu mánaðamótum 1. feb.  Samkvæmt kjarasamningum eiga blaðamenn að vera á fyrirframgreiddum launum. Febrúarlaunin eiga því að vera 3,25% hærri en laun fyrir janúar og það gildir bæði um laun og yfirgreiðslur, ef um þær er að ræða. Meðfylgjandi er launataflan sem gildir frá mánaðamótum
Lesa meira
Stjórn BÍ mótmælir aðför að héraðsfréttablöðum

Stjórn BÍ mótmælir aðför að héraðsfréttablöðum

Stjórn Blaðamannafélagsins samþykkti ályktun á fundi sínum í dag vegna mikillar hækkunar á póstburðargjöldum til héraðsfréttablaða. Ályktunin er eftirfarandi: „Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir áhyggjum sínum af fyrirhugaðri hækkun Íslandspósts á póstburðargjöldum. Ljóst er að hækkunin mun koma sér mjög illa fyrir fréttablöð á landsbyggðinni og í sumum tilfellum höggva nærri starfsgrundvelli þeirra. Íslandspóstur er einokunarfélag í eigu ríkisins og hefur þannig örlög þessara viðskiptavina sinna í hendi sér. Það er því furðulegt að hækkun af þessari stærðargráðu sé skellt á héraðsfréttablöðin án nokkurs fyrirvara eða án nokkurra viðræðna. Héraðsfréttablöð eru mikilvæg upplýsingaveita í hinum dreifðu byggðum landsins. Þau njóta engra styrkja eða aðstoðar sem slík en nú virðist einokunarfyrirtæki ríkisins ætla að veita þeim rekstrarlegt náðarhögg. Stjórn Blaðamannafélags Íslands telur þetta aðför að héraðsfréttablöðum landsins.“  
Lesa meira
Assange gagnrýnir Hollywoodkvikmynd

Assange gagnrýnir Hollywoodkvikmynd

Stofnandi WkiLeaks, Julian Assange, gagnrýndi nú fyrir helgina harðlega nýja Hollywoodkvikmynd sem verið er að gera um WikiLeaks, hann sjálfan og samstarfsmenn hans. Assange var að tala í gegnum fjarfundabúnað á fundi Málfundafélags háskólanema í Oxford, en hann er sem kunnugt er fastur í sendiráði Ekvador í London. Í ræðu sinni kallaði hann myndina “samfellda áróðurs árás”. Hann upplýsti að hann hefði komist yfir handrit að myndinni “Fimmta valdið” sem á að koma fyrir almenningssjónir í nóvember næstkomandi. “Þetta er einfaldlega lygi á lygi ofan. Þetta er samfelld áróðursárás á WikiLeaks og á heiður starfsfólksins sem unnið hefur með mér,” sagði Assange. Hann sagði einnig að með þessari mynd væri verið að hella olíu á eldinn varðandi stríðið gegn Írak með því gefa til kynna að þar væri verið að vinna að gerð kjarnorkuvopna. Sjá einnig hér
Lesa meira