Fréttir

Tilkynning

Ráðstefna um rannsóknarblaðamennsku

Miðstöð rannsóknarblaðamennsku á Íslandi verður með ráðstefnu um rannsóknarblaðamennsku laugardaginn 6. apríl á Reykjavík Natura (áður Hótel Loftleiðir). Líkt og í fyrra verða bæði innlendir og erlendir fyrirlesarar á ráðstefnunni. Nils Hanson, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins þáttarins Uppdrag Granskning á sænska ríkissjónvarpinu, hefur staðfest komu sína á ráðstefnuna. Nils Hanson kallar fyrirlestur sinn ABC of Investigative Journalism. Dagskrá ráðstefnunnar er í vinnslu og verður kynnt á næstunni, en ráðstefnan mun standa allan daginn. Ráðstefnugjaldið er 20.000. Greiða þarf 2.000 kr. staðfestingargjald við skráningu, en BÍ greiðir restina af ráðstefnugjaldinu, 18.000 kr. fyrir sína félagsmenn. Félagar í Félagi fréttamanna á RÚV þurfa að greiða allt ráðstefnugjaldið sjálfir og sækja svo um endurmenntunarstyrk hjá BHM sem hefur gefið vilyrði fyrir styrkjum til sinna félagsmanna. Félagsmenn annarra stéttarfélaga (s.s. myndatökumenn, pródúsentar, ljósmyndarar, tæknifólk) eru hvattir til að kynna sér endurmenntunarstyrki sinna stéttarfélaga. Skráning á ráðstefnuna fer fram hjá starfsmanni ICIJ, Brynju Dögg Friðriksdóttur icij@hi.is Síðasti dagur til að skrá sig á ráðstefnuna er föstudagurinn 22. mars.
Lesa meira
Hæstiréttur vs Mannréttindadómstóllinn í  Strassborg

Hæstiréttur vs Mannréttindadómstóllinn í Strassborg

Þrátt fyrir niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu sl. sumar í máli Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, þar sem Hæstiréttur er harðlega gagnrýndur fyrir málsmeðferð í málum þar sem blaðamenn hafa eftir nafngreindum viðmælendum sínum, dæmdi Hæstiréttur í dag blaðamann til greiðslu miskabóta yrir svipað mál á grundvelli gömlu prentllaganna. Ægir Geirdal fór í mál við Steingrím Sævarr Ólafsson fyrir fréttaflutning á Pressunni þar sem byggt var á nafngreindum viðmælendum. Í samantekt Hæstaréttar sjálfs kemur skýrt fram að breytingin sem varð með fjölmiðlalögunum skiptir öllu því ekki er dæmt fyrir ein ummæli sem birtust eftir gildistöku laganna. Sjá feitletrun lok samantektar. Samantekt Hæstréttar sjálfs er eftirfarandi: „Æ höfðaði mál gegn S vegna umfjöllunar um hann sem birt var á vefmiðlinum www.pressan.is, í kjölfar þess að Æ bauð sig fram til stjórnlagaþings. Krafðist Æ þess að tiltekin ummæli yrðu ómerkt og S gert að greiða honum miskabætur auk kostnaðar við birtingu dóms í einu dagblaði. Í niðurstöðu Hæstaréttar var m.a. fallist á að þeir sem gæfu kost á sér til trúnaðarstarfa í þágu almennings yrðu að þola umfjöllun á opinberum vettvangi sem snerti hæfni þeirra og eiginleika og hvort þeir væru traustsins verðir. Það gæti hins vegar ekki réttlætt að Æ væri borin á brýn sú refsiverða háttsemi sem fram hefði komið hjá netmiðlinum. Hefði Æ hvorki verið fundinn sekur um þá háttsemi sem hann var sakaður um né sætt rannsókn lögreglu af slíku tilefni. Var fallist á að ómerkja hluta þeirra ummæla sem viðhöfð höfðu verið og Æ krafðist ómerkingar á. Ein ummælana voru birt eftir gildistöku laga nr. 38/2011 um fjölmiðla og var S ekki talinn bera ábyrgð á þeim þar sem þau voru réttilega höfð eftir nafngreindum einstaklingum, sbr. a. lið 1. mgr. 51. gr. laganna. Þá var S gert að greiða Æ 200.000 krónur í miskabætur“ Sjá dóminn hér
Lesa meira
Fréttamannastyrkir Norðurlandaráðs 2013

Fréttamannastyrkir Norðurlandaráðs 2013

Norðurlandaráð veitir fréttamönnum á Norðurlöndum styrki árlega og árið 2013 kemur í Íslands hlut fjárhæð að jafnvirði 90.000 danskar krónur. Styrkirnir veita fréttamönnum tækifæri til að auka þekkingu sína á norrænum málefnum og norrænu samstarfi. Styrkirnir eru veittir einum eða fleiri fréttamönnum dagblaða, tímarita, útvarps- eða sjónvarpsstöðva eða sjálfstætt starfandi fréttamönnum. Við úthlutun fréttamannastyrkjanna árið 2013 verður lögð áhersla á verkefni um  norrænt samstarf, þar á meðal störf og fundi Norðurlandaráðs og áherslu ráðsins á árinu á utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Þá verður einnig lögð áhersla á verkefni um menningarstefnu sem vettvang fjölbreytni og sjálfsmyndar á Norðurlöndum, nánar tiltekið um hvernig norrænt samstarf í menningarmálum tekur mið af  auknum flutningi fólks milli landa og meiri fjölbreytni í menningu, trúarbrögðum og þjóðlífi, og hvernig lista- og menningargeirinn túlkar þau lýðræðislegu gildi sem Norðurlandabúar eiga sameiginleg.  Styrkjunum er úthlutað til einstaklinga á grundvelli greinargerðar í umsókn. Í umsóknum skal tilgreina hvernig umsækjandi hyggst nota styrk. Einnig skal gera grein fyrir verkáætlun og kostnaðaráætlun. Þá skal tekið fram hvort umsækjandi hafi áður hlotið fréttamannastyrk Norðurlandaráðs. Styrkir eru veittir til eins árs. Styrkþegar skulu senda Íslandsdeild Norðurlandaráðs stutta greinargerð um hvernig styrknum var varið og hvaða efni var unnið í framhaldi af styrkveitingunni. Norðurlandaráð áskilur sér rétt til að nota greinargerðina í sínu starfi. Frekari upplýsingar um fréttamannastyrki Norðurlandaráðs má finna á http://www.norden.org/is/nordurlandarad/bladamannastyrkir-nordurlandarads.Umsóknum má skila rafrænt til larusv@althingi.is eða með bréfi til:Íslandsdeild NorðurlandaráðsAlþingi150 ReykjavíkUmsóknarfrestur er til kl. 12 á hádegi mánudaginn 18. mars 2013. Hér má sjá skjalið um styrkinn: http://press.is/images/skjol/Tilkynning.pdf
Lesa meira
Kaupa ekki efni sem aflað er á átakasvæði

Kaupa ekki efni sem aflað er á átakasvæði

Ýmis virðuleg bresk blöð hafa tekið undir stefnu Sunday Times um að þyggja ekki efni, sem lausamenn (freelance) bjóða þeim og aflað hefur verið á átakasvæðum í Sýrlandi. Gildir þetta m.a. um myndir sem lausamenn taka af átökum og er rökstuðningurinn sá að ef blaðið kaupi myndir eða annað efni af lausamönnum sé verið að skapa hvata fyrir þá til að taka áhættu á ófriðarsvæði. Nóg sé hættan fyrir, sem steðji að blaðamönnum. Þannig var það t.d. að ljósmyndarinn Rick Findler sem lagði inn til blaðsins ljósmyndir frá átökum í Aleppo á dögunum fékk þau svör að hann væri með flott efni og hefði greinilega unnið frábæra vinnu, en engu að síður vildi blaðið ekki kaupa myndirnar vegna stefnu blaðsins um að stuðla ekki að því að blaðamenn freistuðust til að taka áhættu í vinnunni. Nú hafa The Times, Guardian, Observer og The Independent upplýst að þau fylgi svipaðri stefnu. Sjá einnig hér
Lesa meira
Réttarbót til finnskra lausamanna

Réttarbót til finnskra lausamanna

Frá því um áramótin síðustu er staða finnskra lausamanna í blaðamennsku (freelance) hvað varðar rétt til atvinnuleysisbóta mun betri en áður. Þetta má þakka lagabreytingu sem viðurkennir að lausamennska í blaðamennsku er blaðamennska, en ekki fyrst og fremst sjálfstæður atvinnurekstur. Þar með eiga lausamenn – eins og aðrir blaðamenn og launamenn– rétt á að sækja um atvinnuleysisbætur. Lagabreytingarnar eru ekki hvað síst til komnar vegna langvarandi og stöðurs þrýstings frá Blaðamannaféalgi Finnlands. Í þessu felst einnig breyting á hvað það varðar að nú þurfa lausamenn ekki að bíða mánuðum saman eftir því að geta komist á atvinnuleysisbætur. Sjá meira hér
Lesa meira
Tilkynning

Pressukvöld með Annie Machon

Blaðamannafélag Íslands og Miðstöð rannsóknarblaðamennsku á Íslandi standa fyrir Pressukvöldi með Annie Machon, fyrrum njósnara MI5 og framkvæmdastjóra LEAP, í Gym & Tonic salnum á Kex hosteli, fimmtudagskvöldið 21. febrúar kl. 20:30. ,,The War Against Drugs, The War Against Terror and The War Against the Internet are all interconnected,” Annie MaconMachon starfaði í fimm ár í innanlandsdeild bresku leyniþjónustunnar, MI5, en hætti störfum og gerðist uppljóstrari til að fletta ofan af vanhæfni og lögbrotum fjölmargra njósnara stofnunarinnar. Machon er þekkt fyrir sérþekkingu sína á fjölmiðlum, ýmsum sviðum stjórnsýslu og starfsemi leyni- og öryggisstofnana. Hún beitir sér fyrir opnari stjórnsýslu og ábyrgð hjá hinu opinbera sem og í einkageiranum.Machon er eftirsóttur ræðumaður og á Pressukvöldinu mun hún fjalla um uppljóstrara og vernd þeirra ásamt því að ræða eigin reynslu af störfum sínum fyrir bresku leyniþjónustuna MI5. Pressukvöldið er eins og áður segir í Gym & Tonic sal Kex Hostelsins, Skúlagötu 28, fimmtudagskvöldið 21. febrúar kl. 20:30.  Það er Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, sem skipuleggur komu Machon til landsins.  Machon mun halda fjölda fyrirlestra á vegum Snarrótarinnar dagana 21.-28. febrúar um frelsi internetsins, fíkniefnastríðið og persónunjósnir. Nánari upplýsingar um fyrirlestrarröð Machon og viðburði á vegum Snarrótarinnar, má finna á heimasíðu samtakanna; www.snarrotin.is Þar er einnig ítarefni, m.a. viðtöl við hana. Hægt er að kynna sér störf Machon á heimasíðu hennar;  www.anniemachon.ch og starfsemi LEAP (Law Enforcement Against Prohibition) hér; www.leap.cc
Lesa meira
Annie Machon, fyrrum njósnari MI5, á Pressukvöldi

Annie Machon, fyrrum njósnari MI5, á Pressukvöldi

Blaðamannafélag Íslands og Miðstöð rannsóknarblaðamennsku á Íslandi standa fyrir Pressukvöldi með Annie Machon, fyrrum njósnara MI5 og framkvæmdastjóra LEAP, í Gym & Tonic salnum á Kex hosteli, fimmtudagskvöldið 21. febrúar kl. 20:30. ,,The War Against Drugs, The War Against Terror and The War Against the Internet are all interconnected,” Annie Macon Machon starfaði í fimm ár í innanlandsdeild bresku leyniþjónustunnar, MI5, en hætti störfum og gerðist uppljóstrari til að fletta ofan af vanhæfni og lögbrotum fjölmargra njósnara stofnunarinnar. Machon er þekkt fyrir sérþekkingu sína á fjölmiðlum, ýmsum sviðum stjórnsýslu og starfsemi leyni- og öryggisstofnana. Hún beitir sér fyrir opnari stjórnsýslu og ábyrgð hjá hinu opinbera sem og í einkageiranum. Machon er eftirsóttur ræðumaður og á Pressukvöldinu mun hún fjalla um uppljóstrara og vernd þeirra ásamt því að ræða eigin reynslu af störfum sínum fyrir bresku leyniþjónustuna MI5. Pressukvöldið er eins og áður segir í Gym & Tonic sal Kex Hostelsins, Skúlagötu 28, fimmtudagskvöldið 21. febrúar kl. 20:30.  Það er Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, sem skipuleggur komu Machon til landsins.  Machon mun halda fjölda fyrirlestra á vegum Snarrótarinnar dagana 21.-28. febrúar um frelsi internetsins, fíkniefnastríðið og persónunjósnir. Sambýlismaður Machon, Arjen Kamphuis, verður einnig með í för og hann heldur námskeið um dulkóðun og gagnaöryggi á netinu ásamt Smára McCarthy í Grasrótarmiðstöðinni, Brautarholti 4, kl. 14:00-21:30 laugardaginn 23. febrúar. Á námskeiðinu munu Arjen, Smári og vösk sveit leiðbeinenda aðstoða við uppsetningu dulkóðaðs tölvupósts og öruggs vefskoðara á Linux, Mac og Windows tölvum. Þátttakendur geta komið með fartölvu eða spjaldtölvu til að setja upp og læra að nota PGP dulkóðun í tölvusamskiptum. Machon verður á staðnum frá kl. 15 og tekur þátt í óformlegu rabbi um lögvæðingu, starfsemi njósnastofnana og persónuvernd á netinu. Blaða- og fjölmiðlamenn eru sérstaklega hvattir til að mæta á námskeiðið en það er ókeypis og öllum opið. Nánari upplýsingar um fyrirlestrarröð Machon og viðburði á vegum Snarrótarinnar, má finna á heimasíðu samtakanna; www.snarrotin.is Þar er einnig ítarefni, m.a. viðtöl við hana. Hægt er að kynna sér störf Machon á heimasíðu hennar;  www.anniemachon.ch og starfsemi LEAP (Law Enforcement Against Prohibition) hér; www.leap.cc
Lesa meira
Hálfsíðu auglýsing - ekki fullnægjandi birting?

Hálfsíðu auglýsing - ekki fullnægjandi birting?

Hálfsíðu auglýsing með dómi Hæstaréttar dugar ekki sem fullnusta á birtingu dóms að mati lögmanns Jóns Snorra Snorrasonar sem höfðaði mál á hendur DV og vann. Í úrskurði réttarins var kveðið á um birtingu dómsins og er Jón Snorri og lögmaður hans ósátt við hvernig það var gert og hafa krafist úrbóta. Jón Trausti Reynisson ritstjóri DV  greinir frá þessu í bloggi í gær og bendir m.a. á að það hafi nánast farið saman í tíma að hann hafi verið boðaður til sýslumanns vegna kvartana vegna birtingar dómsins og að málflutningur fór fram gegn Jóni Snorra í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sjá blogg Jóns Trausta
Lesa meira
Braut ekki siðareglur

Braut ekki siðareglur

Siðanefnd BÍ hefur úrskurðað í máli þar sem Björn Þorláksson ritstjóri á Akureyri-vikublað var kærður fyrir umfjöllun sína um dagföður á Akureyri undir .yfirskriftinni "Sýknaður af níði passar börn", sem birtist íblaðinu 18. janúar sl. Siðanefnd telur að Björn hafi ekki brotið siðareglur BÍ í umfjöllun sinni. Sjá úrskurð hér   
Lesa meira
Tilnefningafrestur rennur út eftir helgi!

Tilnefningafrestur rennur út eftir helgi!

Rétt er að minna á að frestur til að skila inn tilnefningum til Blaðamannaverðlauna fyrir árið 2012 rennur út nú eftir helgina, en fresturinn er  til kl 12:00 mánudaginn 11. febrúar 2013. Tilnefningar  ásamt fylgigögnum skulu annað hvort berast til skrifstofu Blaðamannafélagsins, Síðumúla 23, Reykjavík  eða vera skilað rafrænt á sérstöku tilnefningarformi sem finna má með því að smella á hnappinn "Tilnefnið hér" , sem er hér til hliðar. Í samræmi við samþykkt síðasta aðalfundar hefur verðlaunaflokkum verið fjölgað úr þremur í fjóra og hefur flokkurinn "Viðtal ársins" nú bæst við en fyrir voru verðlaunaflokkarnir "Blaðamannaverðlaun ársins"; "Rannsóknarblaðamennska ársins"; og "Besta umfjöllun árins". Í greinargerð með tillögu stjórnar fyrir aðalfund sagði meðal annars um tilefni þessarar breytingar að  næstum áratugs reynsla er nú komin á Blaðamannaverðlaun B.Í. Fram hafi komið hjá talsmönnum dómnefndar í gegnum árin að skynsamlegt kynni að vera að bæta við einum eða tveimur verðlaunaflokkum til þess að verðlaunin næðu til fjölbreyttari flóru blaðamennsku á Íslandi. Síðan segir í greinargerðinni:  " Þegar þessi mál hefur borið á góma hefur það jafnan verið ótti við að verðlaunaflokkum fjöldi of mikið. Vissulega má til sanns vegar færa að brýnt sé varlega í að fjölga flokkum. Of margir flokkar geta gengisfellt verðlaunin og gert þau ómarkvissari. Hins vegar er stjórn BÍ sammála því áliti talsmanna dómnefndar í gegnum árin að óhætt væri að fjölga um einn.  Í ljósi þess að þeir flokkar sem nú þegar er verðlaunað fyrir byggja að verulegu leyti á fréttatengdu efni, er mikilvægt að draga fram það sem vel er gert í annars konar blaðamennsku. Því er gerð tillaga um að bæta við aðeins einum flokki, “Viðtal ársins”."
Lesa meira