- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Á árinu 2013 býður Norræni blaðamannaskólinn í Árósum, NJC, íslenskum og öðrum norrænum blaðamönnum upp á þrjú stór og spennandi námskeið. Íslenskir blaðamenn geta sótt um styrk til endurmenntunarsjóðs BÍ til að dekka hluta kostnaðar. Námskeiðin sem nú hafa verið auglýst eru þessi:
NJC meningarnámskeið:
Snjallsímar og spjaldtölvur eru verkfæri sem meningarblaðamenn framtíðarinnar munu í vaxandi mæli reiða sig á. Nýjungar menningarlífsins gera fyrst vart við sig í slíkum gáttum og birtast með breyttum hætti í hinu menningarlega almannarými. Þetta verður meðal umföllunarefna á þessu námskeiði sem fer fram í London 8.-12. apríl. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar.
Sjá meira hér. ??
Hið heita Norður-Íshafssvæði: ?
Augur heimsins beinastnú að norðurskautinu vegna loftslagsbreytinga þar sem ísinn bráðnar hraðar en menn áttu von á. Þetta námskeið fjallar um staðreyndir og kenningar um þetta mikilvæga mál og fer námskeiðið fram í Tromsö og Svalbarða 26. maí 2. júní. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar.
Sjá meira hér. ??
Aðalkúrs Árósaskólans: Frá Íslandi til Bandaríkjanna
Sex vikna námskeið á ferðalagi. Árósar í Danmörku (3 vikur), Ísland (1 vika), New York og Washington (1 vika), St. Petersburg og Florida (1 vika). Þema námskeiðsins er hlutverk Norðurlanda í nýrri heimsskipan. Samhliða verða kynnt til sögunnar aðferðir við að nota hin nýju verkfæri sem blaðamönnum stendur til boða að nýta við vinnu sína með nýrri tækni. Námskeiðið hefst 2. September 2013 og skráningarfrestur er til 4. apríl.