- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
WikiLeaks mun birta um eina milljón skjala á komandi ári og munu þessi skjöl snerta öll lönd í heiminum, samkvæmt því sem Julian Assange sagði í jólaræðu sem hann hélt á svölum sendiráðs Ecuador í London í rétt fyrir jól.
Ræðan var haldin í tilefni af því að halft ár er liðið frá því að hann leitaði hælis í sendiráðinu til að forðast framsal til Svíþjóðar þar sem hans bíða ákærur vegna kynferðisglæpa. Assange sagði um 100 fagnandi stuðningsmönnum að þrátt fyrir að hann hafi verið nánast hálft árið 2012 í stofufangelsi, þá hafi þetta verið stórt ár þar sem leyndarhjúp hafi verið aflétt af fjölmörgum málum á WikiLeaks m.a. sem snertu Sýrland og fleiri lönd. Á næsta ári verður annríkið ekki minna. WikiLeaks hefur nú þegar meira en eina milljón skjala sem verið er að undirbúa til birtingar, skjöl sem snerta sérhvert land í heiminum öll lönd í þessum heimi, sagði Assange undir fagnaarlátum stuðningsmanna.