- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Samkvæmt samantekt Fjölmiðlanefndar eru skráðir 114 fjölmiðlar hér á landi. 45 fjölmiðlar hafa almennt leyfi til hljóð- og myndmiðlunar.
Samkvæmt skilgreiningu Fjölmiðlanefndar er fjölmiðill hvers konar miðill sem með reglubundnum hætti miðlar til almennings efni er lýtur ritstjórn. Til fjölmiðla teljast m.a. dagblöð og tímarit, ásamt fylgiritum þeirra, netmiðlar, hljóð- og myndmiðlar og aðrir sambærilegir miðlar. Fjölmiðlanefnd annast eftirlit með öllum leyfisskyldum og skráningarskyldum fjölmiðlum á Íslandi.
Öllum sem hyggjast starfrækja leyfisskyldan fjölmiðil ber að sækja um leyfi hjá fjölmiðlanefnd. Fjölmiðlar sem falla undir gildissvið fjölmiðlalaga nr. 38/2011 eru annað hvort leyfisskyldir eða skráningarskyldir. Hljóð- og myndmiðlar sem þurfa tíðni frá Póst- og fjarskiptastofnun (hljóðvarp og sjónvarp) þurfa því að sækja um leyfi til útsendinga. Aðrir, s.s. prentmiðlar og netmiðlar eru skráningarskyldir.
Allar tilkynningar um breytingar á starfsemi fjölmiðils skal senda til fjölmiðlanefndar.
Í nýlegu svari Fjölmiðlanefndar kemur fram að síðan nefndin tók til starfa fyrir 15 mánuðum hefur hún lokið 277 málum en nefndin hefur alls haft 355 mál til umfjöllunar. Svarið til DV var veitt 15. nóvember síðastliðin.