- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Frá því um áramótin síðustu er staða finnskra lausamanna í blaðamennsku (freelance) hvað varðar rétt til atvinnuleysisbóta mun betri en áður. Þetta má þakka lagabreytingu sem viðurkennir að lausamennska í blaðamennsku er blaðamennska, en ekki fyrst og fremst sjálfstæður atvinnurekstur. Þar með eiga lausamenn eins og aðrir blaðamenn og launamenn rétt á að sækja um atvinnuleysisbætur. Lagabreytingarnar eru ekki hvað síst til komnar vegna langvarandi og stöðurs þrýstings frá Blaðamannaféalgi Finnlands. Í þessu felst einnig breyting á hvað það varðar að nú þurfa lausamenn ekki að bíða mánuðum saman eftir því að geta komist á atvinnuleysisbætur.
Sjá meira hér