- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Ýmis virðuleg bresk blöð hafa tekið undir stefnu Sunday Times um að þyggja ekki efni, sem lausamenn (freelance) bjóða þeim og aflað hefur verið á átakasvæðum í Sýrlandi. Gildir þetta m.a. um myndir sem lausamenn taka af átökum og er rökstuðningurinn sá að ef blaðið kaupi myndir eða annað efni af lausamönnum sé verið að skapa hvata fyrir þá til að taka áhættu á ófriðarsvæði. Nóg sé hættan fyrir, sem steðji að blaðamönnum. Þannig var það t.d. að ljósmyndarinn Rick Findler sem lagði inn til blaðsins ljósmyndir frá átökum í Aleppo á dögunum fékk þau svör að hann væri með flott efni og hefði greinilega unnið frábæra vinnu, en engu að síður vildi blaðið ekki kaupa myndirnar vegna stefnu blaðsins um að stuðla ekki að því að blaðamenn freistuðust til að taka áhættu í vinnunni. Nú hafa The Times, Guardian, Observer og The Independent upplýst að þau fylgi svipaðri stefnu.