Fréttir

Aðalfundur BÍ 23. apríl

Aðalfundur BÍ 23. apríl

Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2013 verður haldinn þriðjudaginn 23. apríl n.k. í húsnæði félagsins að Síðumúla 23 og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00 Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörfSkýrslur frá starfsnefndumKosningarÖnnur mál   BÍ-félagar eru hvattir til að mæta
Lesa meira
Tilkynning

Aðalfundur BÍ 2013

Aðalfundur BÍ 2013 Þriðjudaginn 23. apríl kl. 20.00 í Síðumúla 23 Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2013 verður haldinnþriðjudaginn 23. apríl n.k. í húsnæði félagsins að Síðumúla 23 og hefstfundurinn stundvíslega kl. 20.00 Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörfSkýrslur frá starfsnefndumKosningarÖnnur mál BÍ-félagar eru hvattir til að mæta
Lesa meira
Samkomulag um nýtt fjölmiðlaeftirlit í Bretlandi

Samkomulag um nýtt fjölmiðlaeftirlit í Bretlandi

Dagblaðaútgáfa í Bretlandi sem gegnið hefur í gegnum mikið erfiðleikatímabil að undanförnu er nú að reyna að átta sig á nýjum eftirlitsaðila og regluverki sem á að tryggja að hlerunarhneyksli muni aldrei aftur endurtaka sig í bresku fjölmiðlasamkomulagi. Þessi nýi sjálfstæði eftirlitsaðili á að hafa vald til að sekta miðla og krefjast áberandi leiðréttinga og dómstólum er heimilt að sekta þau blöð sem ekki gangast undir vald eftirlitsstofnunarinnar. Forustumenn allra þriggja stóru flokkanna í Bretlandi hafa talað um þessa niðurstöðu sem „sögulegt samkomulag“, en forráðamenn dagblaða og blaðamenn velta fyrir sér hvort þetta sér í raun skref fram á við. Sjá hér
Lesa meira
Bjargar spjaldtölvan ítargreinum?

Bjargar spjaldtölvan ítargreinum?

Fjöldi ítarlegra greina í helstu dagblöðum vestan hafs, þ.e.a.s greina sem eru 2000 orð eða meira, hefur farið mjög minnkandi á undanförnum árum. Í Los Angeles Times hefur greinum af þessu tagi fækkað um 86 prósent á síðasta áratug, samkvmt úttekt Dean Starkman í hinu virta tímariti Columbia Journalism Review. Á sama tíma og ýmsir telja að tími ítarblaðamennskunnar sé liðinn eru aðrir sem segja að hin gríðarlega aukning í spjaldtölvum geti falið í sér endurfæðingu ítarblaðamennsku þar sem féttir séu settar í samhengi. Samkvæmt grein Starkmans jókst fjöldi ítalrlegra fréttagreina í blðum frá því um 1950 og fram að aldamótunum 2000, en hápunkur slíkrar djúpblaðamennsku mun hafa verið fyrir um ártatug síðan. Sjá meira hér
Lesa meira
Umsóknarfrestur um fréttamannastyrki að renna út!

Umsóknarfrestur um fréttamannastyrki að renna út!

Umsóknarfrestur um fréttamannastyrki Norðurlandaráðs 2013 rennur út eftir helgina, nánar tiltekið á hádegi mánudaginn 18. Mars, og eru blaðamenn hvattir til að kynna sér þennan möguleika. Norðurlandaráð veitir fréttamönnum á Norðurlöndum styrki árlega og árið 2013 kemur í Íslands hlut fjárhæð að jafnvirði 90.000 danskar krónur.   Styrkirnir veita fréttamönnum tækifæri til að auka þekkingu sína á norrænum málefnum og norrænu samstarfi. Styrkirnir eru veittir einum eða fleiri fréttamönnum dagblaða, tímarita, útvarps eða sjónvarpsstöðva eða sjálfstætt starfandi fréttamönnum. Við úthlutun fréttamannastyrkjanna árið 2013 verður lögð áhersla á verkefni um norrænt samstarf, þar á meðal störf og fundi Norðurlandaráðs og áherslu ráðsins á árinu á utanríkis-, öryggis- og varnarmál. Þá verður einnig lögð áhersla á verkefni um menningarstefnu sem vettvang fjölbreytni og sjálfsmyndar á Norðurlöndum, nánar tiltekið um hvernig norrænt samstarf í menningarmálum tekur mið af auknum flutningi fólks milli landa og meiri fjölbreytni í menningu, trúarbrögðum og þjóðlífi, og hvernig lista- og menningargeirinn túlkar þau lýðræðislegu gildi sem Norðurlandabúar eiga sameiginleg. Styrkjunum er úthlutað til einstaklinga á grundvelli greinargerðar í umsókn. Í umsóknum skal tilgreina hvernig umsækjandi hyggst nota styrk. Einnig skal gera grein fyrir verkáætlun og kostnaðaráætlun. Þá skal tekið fram hvort umsækjandi hafi áður hlotið fréttamannastyrk Norðurlandaráðs. Styrkir eru veittir til eins árs. Styrkþegar skulu senda Íslandsdeild Norðurlandaráðs stutta greinargerð um hvernig styrknum var varið og hvaða efni var unnið í framhaldi af styrkveitingunni. Norðurlandaráð áskilur sér rétt til að nota greinargerðina í sínu starfi. Frekari upplýsingar um fréttamannastyrki Norðurlandaráðs má finna hér . Umsóknum þar sem fram kemur hver, hvenær og hvernig á að nota styrkinn ástamt greinargerð um hvaða viðfangsefni  á að fást við má skila rafrænt til larusv@althingi.is eða með bréfi til: Íslandsdeild Norðurlandaráðs, Alþingi, 150 Reykjavík Umsóknarfrestur er eins og áður segir til kl. 12 á hádegi mánudaginn 18. mars 2013.
Lesa meira
Ný heildarlög um RÚV

Ný heildarlög um RÚV

Ný heildarlög um RÚV voru samþykkt á Alþingi fyrr í dag.  Frumvarpið var samþykkt með 35 atkvæðum gegn 4, en 8 sátu hjá. Forsvarsmenn stjórnarflokkanna í málinu, þau Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Skúli Helgason, fögnuðu þessum áfanga og sögðu lögin styrkja faglegt almannaútvarp. Frétt RÚV um málið hér  
Lesa meira
Frá vettvangi eftir bikarúrslitaleik á sunnudag. Mynd:sport.is

BLÍ lýsir furðu sinni á framkomu gagnvart ljósmyndara

Meðfylgjandi ályktun var samþykkt á fundi í stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands í dag þriðjudaginn 12. mars 2013:   Stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands lýsir furðu sinni á að veist sé að starfandi atvinnuljósmyndara á vettvangi að tilefnislausu og krefst þess að hann verði beðinn afsökunar á því að gengið hafi verið fram af offorsi gegn honum þar sem hann var að sinna störfum sínum á bikarúrslitaleik í handknattleik í Laugardalshöll sunnudaginn 10. mars 2013. Það er fráleitt að setja nýjar verklagsreglur á kappleikjum í handbolta án þess að kynna þær fyrirfram og að þær séu þess eðlis að fjölmiðlar geti ekki sinnt eðlilegri fréttaöflun. Við krefjumst þess jafnframt að eðlileg kurteisi verði í hávegum höfð svo allir sem að fréttaöflun komi geti sinnt starfi sínu á sem eðlilegastan og þægilegastan hátt, eins og áratugahefð er fyrir. Við hljótum einnig að fara fram á að fá upplýsingar um það hverjir hafi samþykkt nýjar reglur um aðgang fjölmiðla að kappleikjum í handknattleik og hvenær þær hafi verið samþykktar. Telji menn nauðsynlegt að setja nýjar reglur um aðkomu fjölmiðla að leikjum í handknattleik lýsir stjórn Blaðaljósmyndarafélags Íslands því yfir að hún sé reiðubúin að koma að gerð slíkra reglna.
Lesa meira
Steinunn Stefánsdóttir
Tilkynning

Félag fjölmiðlakvenna harmar brotthvarf Steinunnar

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi um stöðu kvenna í fjölmiðlum sem haldinn var í Sólon í gærkvöldi: Félag fjölmiðlakvenna biður um skýringar á því hvers vegna fjölmiðlafyrirtækið 365 taldi rétt að semja um starfslok Steinunnar Stefánsdóttur sem aðstoðarritsstjóra Fréttablaðsins. Steinunn hefur staðið sem klettur á Fréttablaðinu þau tólf ár sem blaðið hefur komið út. Hún hefur starfað sem aðstoðarritsstjóri á sama tíma og Kári Jónasson, Þorsteinn Pálsson, Jón Kaldal og Ólafur Stephensen vermdu ritstjórastólinn. Hvers vegna kjósið þið forráðamenn 365 að setja enn einn karlinn, Mikael Torfason, í ritstjórastól og er virðist á kostnað hennar?  Stjórn Félag fjölmiðlakvenna harmar þá niðurstöðu að Steinunn víki úr forvarðarsveit Fréttablaðsins. Staða kvenna í efstu stöðum ritstjórna dagblaða og annarra fréttamiðla er rýr. Félag fjölmiðlakvenna telur að nú sé kominn tími til að gera breytingar þar á og fer fram á að konum í áhrifastöðum innan fjölmiðla verði fjölgað. Úr hæfum hópi er að velja. Félag fjölmiðlakvenna.  
Lesa meira
Ómar í fullt starf hjá Bloomberg

Ómar í fullt starf hjá Bloomberg

Bloomberg News hefur fyrst alþjóðlegra fréttaveita ráðið íslenskan blaðamann til starfa en það er Ómar Valdimarsson. Honum er fyrst og síðast ætlað að fjalla um íslensk viðskipti, efnahagsmál og stjórnmál. Ómar hóf störf í gær eftir að hafa sinnt Bloomberg sem verktaki frá því í maí 2009. Ómar segir að hugsanlega verði blaðamönnum fjölgað eftir því sem fram líða stundir. „Helsta breytingin sem er þessu samfara er að nú get ég helgað mig alfarið fréttaöflun fyrir Bloomberg, þó svo að í raun hafi þetta verið fullt starf frá því að ég byrjaði í maí 2009. Til marks um umfangið hefur Bloomberg birt á bilinu 20 til 60 fréttir um atburði á Íslandi í hverjum mánuði, á síðastliðnum fjórum árum. Að sögn Ómars hefur Bloomberg mikinn áhuga á að efla enn frekar fréttaumfjöllun frá Íslandi sem og frá Skandinavíu. Til marks um það starfa hjá Bloomberg alls um 25 blaðamenn í Osló, Stokkhólmi, Helsinki, Kaupmannahöfn og nú Reykjavík, sem allir helga sig fréttum sem kunna að hafa áhrif á markaði, svo sem skuldabréfamarkaði, hlutabréfamarkaði eða markaði með gjaldmiðla og afleiður. Ómar segir að þessi hópur muni vaxa á komandi árum og það megi leiða líkur að því að eftir því sem eftirspurnin eftir fréttum frá Íslandi aukist muni starfseminni hér á landi vaxa fiskur um hrygg. „Margt af því sem hefur verið sagt og gert á Íslandi í gegnum árin hefur gjarnan verið hugsað til „heimabrúks" af stjórnmálamönnum og aðilum í viðskiptalífinu. Með aukinni fréttaumfjöllun um Ísland er sá tími, að aðilar í áhrifastöðum geti sagt eitthvað eitt hér heima og predikað annað á erlendum vettvangi, liðinn," sagði Ómar.
Lesa meira
Verðlaunahafar. Mynd: Eggert Jóhannsson, mbl.is

Blaðamannaverðlaun veitt

Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir árið 2012 voru afhent í Gerðarsafni fyrr í dag. Verðlaun voru veitt í fjórum flokkum auk þess að veitt voru verðlaun fyrir Mynd ársins, en hana tók Kjartan Þorbjörnsson. Einnig voru veitt verðlaun fyrir myndir og myndskeið í átta flokkum hjá Blaðaljósmyndarafélagi Íslands. Blaðamannaverðlaunin hlutu þessir: Sunna Valgerðardóttir fékk verðlaun fyrir bestu umfjöllun; Jóhann Bjarni Kolbeinsson fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins; Sigmar Guðmundsson fékk verðlaun fyrir viðtal ársins og Ragnar Axelsson fékk blaðamannaverðlaun ársins. Hér á eftir fer rökstuðningur dómnefndar fyrir verðlaununum: Umfjöllun ársins 2012Sunna Valgerðardóttir, Fréttablaðinu, fyrir áhrifamikla, heildstæða og vel unna röð fréttaskýringa um stöðu geðsjúkra. Fréttaskýringaflokkur Sunnu tók með yfirgripsmiklum hætti á flóknu og vandasömu vandamáli sem skoðað var frá mörgum hliðum. Í umfjölluninni voru ýmis álitamál dregin fram í dagsljósið sem ekki hafa farið hátt og nýju ljósi varpað á önnur sem urðu tilefni sjálfstæðra frétta, bæði á forsíðu blaðsins og víðar. Jafnvægi var í umfjölluninni, þar sem teflt var saman í hæfilegum hlutföllum lífsreynslusögum geðfatlaðra einstaklinga og sjónarmiðum hinna ólíku fulltrúa stjórn- og heilbrigðiskerfisins auk þess sem staða mála var borin saman við nágrannalönd. Greinarflokkurinn var vel skrifaður, uppbygging markviss og framsetning var lífleg og aðgengileg fyrir lesendur. Rannsóknarblaðamennska ársins 2012Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttastofu RÚV, fyrir uppljóstrandi og ítarlega umfjöllun um kadmíum í áburði annars vegar og notkun iðnaðarsalts í matvælum hins vegar. Mikilvægt hlutverk blaðamanna er að veita valda- og stjórnkerfum samfélagsins aðhald, ekki síst þeim stofnunum sem sjálfar eiga að veita aðhald og eftirlit. Rannsókn Jóhanns Bjarna á starfsháttum Matvælastofnunar leiddi í ljós að stofnunin hefði brugðist hlutverki sínu í mikilvægum atriðum. Hann upplýsti um að allt of mikið af þungmálminum kadmíum hefði verið í þúsundum tonna af áburði frá Skeljungi sem notaður var vorið 2011 og að Matvælastofnun hefði ekki stöðvað dreifinguna þrátt fyrir að hafa vitað af ágöllum áburðarins, heldur aðeins upplýst söluaðila sem síðan hélt viðskiptavinum sínum óupplýstum í hálft ár. Jóhann Bjarni fylgdi málinu vel eftir og annað mál af svipuðum toga fylgdi beint í kjölfarið þegar hann upplýsti fyrstur manna um að Ölgerðin hafði í stórum stíl selt iðnaðarsalt til matvælaframleiðenda og að hvorki Matvælastofnun né Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur höfðu upplýst um málið eftir að það kom upp innanhúss hjá þeim. Í báðum þessum tilvikum voru fréttirnar og öll undirbúningsvinna traust og til fyrirmyndar, enda vöktu þessi mál almenna athygli og drógu fram í dagsljósið vinnubrögð og starfshætti sem rík ástæða var til að breyta.     Viðtal ársins 2012Sigmar Guðmundsson, Kastljósi, fyrir sérstaklega áhrifaríkt og sterkt viðtal við Eirík Inga Jóhannsson sjómann sem komst lífs af þegar togarinn Hallgrímur fórst. Eiríkur Ingi hafði stórbrotna harmsögu að segja aðeins viku eftir að hann hafði einn komist lífs af úr skelfilegu sjóslysi. Hér var Kastljós með efnivið um harmrænan atburð og alvarlega frásögn sjómannsins. Það er vandaverk sem krefst þekkingar og reynslu blaðamanns að koma bæði atburðinum til skila svo og frásögn sögumanns. Þetta kallaði á óvenjulega lausn. Sigmar Guðmundsson sýndi bæði sögunni og sögumanni verðskuldaða virðingu þegar hann ákvað að þverbrjóta allar reglur Kastljóss um efnismeðferð og lét frásögn Eiríks flæða í fullri lengd og ótruflaða. Ritstjórn og blaðamennska felst iðulega í því að stytta, stýra og spyrja þannig að henti þeim miðli og því formi sem við á hverju sinni. Hér var efnið meðvitað ekki lagað að rammanum heldur ramminn að efninu í þessu lang lengsta sjónvarpsviðtali í manna minnum. Viðfangsefnið var vandmeðfarið, ekki síst í ljósi þess hve stutt var frá slysinu og siðareglur blaðamennskunnar gera miklar kröfur í slíkum tilfellum. Þessum kröfum var mætt með góðum undirbúningi og viðtalið tekið eftir samráð við og samþykki sálfræðings Eiríks Inga og umræður við hann sjálfan. Blaðamannaverðlaun ársins 2012Ragnar Axelsson, Morgunblaðinu, fyrir merka umfjöllun og myndir af stórum pollum á Grænlandsjökli sem voru til marks um óvenju mikla bráðnun jökulsins. Einlægur áhugi Ragnars á mannlífi og náttúru á norðurslóðum hefur á umliðnum árum komið fram í glæsilegri umfjöllun í máli og myndum og vakið alþjóðlega athygli. Umfjöllun hans um fjölda stórra nýrra vatna eða polla norðarlega á Grænlandsjökli sem rekja má til hlýnunar jarðar er engin undantekning. Eftir að hafa sjálfur uppgvötað þessar náttúrufarsbreytingar á jöklinum úr flugvél fór blaðamaðurinn Ragnar Axelsson aftur á staðinn til að mynda og skoða fyrirbærið með það að markmiði að greina umheiminum frá því. En í stað þess að sýna sérfræðingum myndir og segja þeim frá málinu fékk hann Harald Sigurðsson jarðfræðing með sér á staðinn til að leggja mat á þær breytingar sem þarna höfðu orðið. Útkoman var stórglæsileg umfjöllun í máli og myndum sem ber vitni um vönduð vinnubrögð, skipulagningu og útsjónarsemi samfara næmum skilningi á samspili mynda og texta í fjölmiðlun, ekki síst í umfjöllun um umhverfismál.
Lesa meira