Fréttir

Siðanefnd: Kastljós sýknað

Siðanefnd: Kastljós sýknað

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur sýknað starfsmenn Kastljós af kæru forráðamanna Heilbrigðisstofnunar Vesturlands. Í úrskurði siðanefndar segir: Kærðu, Jóhannes Kr. Kristjánsson og Kastljós, teljast ekki hafa gerst brotlegir við siðareglur Blaðamannafélags Íslands við umfjöllun Kastljóss um málefni Heilbrigðisstofnunar Vesturlands 15. og 19. febrúar 2013. Sjá nánar. http://www.press.is/index.php/urskurdhir-sidhanefndar/3332-mal-nr-4-2012-2013
Lesa meira
Frelsisdagur fjölmiðla

Frelsisdagur fjölmiðla

Í dag er alþjóðadagur tjáningar- og fjölmiðlafrelsis. Af því tilefni er rétt að minna á mikilvægi fjölmiðla en víða á blaðamennska undir högg að sækja vegna samdráttar, niðurskurðar og versnandi skarfsskilyrða eins og vakið er athygli á í yfirlýsingu Evrópusambands blaðamanna (EFJ). Þar kemur fram að hart er sótt að blaðamennsku vegna breyttra starfshátta og fjölmiðlunar sem horfir fyrst og fremst til þess að skapa auglýsingum farveg en hefur lítinn faglegan metnað. „Við höfum áhyggjur af því að þúsundir blaðamanna hafa misst störf sín síðustu mánuði allstaðar í Evrópu, í sumum tilfellum vegna samdráttar en í öðrum tilfellum vegna skipulagsbreytinga. Versnandi starfsskilyrði og lítil fjárfesting í vinnuafli hefur haft umtalsverð áhrif á gæði upplýsingamiðlunar og frelsi fjölmiðla,” segir Arne König, forseti EFJ í yfirlýsingu. EFJ hefur vaxandi áhyggjur af óöryggi innan stéttarinnar, sérstaklega meðal yngri starfsmanna. Þetta ástand hefur áhrif á fagmennsku, efnahagslegt sjálfstæði og að lokum þá virðingu sem almenningur ber fyrir fjölmiðlum. Jafnvel í hinum ríkari löndum Evrópu er frelsi fjölmiðla áhyggjuefni. Þar hafa samtök blaðamanna varað við því að í þeim miklu breytingum sem eru að verða á fjölmiðlum sé lítil virðing borin fyrir starfi blaðamannsins og starfsskilyrðum hans. Árið 1991 lýsti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna því yfir að með deginum væri ætlunin að vekja athygli á meginreglum um fjölmiðlafrelsi; að leggja mat á stöðu fjölmiðla í löndum heims; að standa vörð um sjálfstæði fjölmiðla og vera virðingarvottur við fjölmiðlafólk sem týnt hefði lífi vegna starfs síns. Á öllum tímum er sótt hart að fjölmiðlafólki og það getur ekki unnið sín störf án stuðnings og tiltrúar lesenda og almennings. Blaðamannafélag Íslands fagnar þessum degi um leið og félagið minnir á að víða um heim er daglega brotið gegn lífi og mannhelgi fjölmiðlafólks.
Lesa meira
Tilkynning

Á íslenska sér framtíð í tölvuheiminum?

Hádegisfundur miðvikudaginn 8. maí kl. 12-14 á Grand hóteli„Á íslenska sér framtíð í tölvuheiminum?“ Twitter umræður: @SkyIceland #islenska Skráningarform Sprenging er að verða í efni og lausnum sem Íslendingar hafa aðgang að á netinu.  Það er sífellt stærri ögrun að íslenska allt þetta efni. Fleiri þjóðir og tungumálasvæði standa frami fyrir sama verkefni. Á Íslandi er hópur einstaklinga sem hefur látið sig mál þetta varða. Á hádegisfundi Ský munum við fá innsýn í verkefni og verkfæri sem gerð hafa verið til að auðvelda okkur það að eiga samskipti við tölvur á íslensku.  Á fundinum verður leitast við að gefa yfirlit yfir íslensk máltækniverkefni. Einnig verður 5. útgáfa Tölvuorðasafns Orðanefndar Skýrslutæknifélags Íslands opnað formlega á fundinum. Fundurinn er fyrir alla sem hafa áhuga á þýðingum, varðveislu íslenskrar tungu og samskiptum manns og tölvu. Dagskrá: 11:45-12:00  Afhending ráðstefnugagna 12:00-12:20  Fundur settur – matur borinn fram 12:15-12:40  Ávarp og formleg opnun 5. útgáfu Tölvuorðasafns Kynning á 5. útgáfu TölvuorðasafnsinsSigrún Helgadóttir, orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands Kveðja til orðanefndarSigrún Gunnarsdóttir, formaður stjórnar Ský 12:40-13:00  Settu ríplætúol á meilið og séséaðu á mig                      Eða gætum við kannski talað um tölvur á íslensku?                      Haraldur Bernharðsson, Íslenskri málnefnd 13:00-13:20  Opin málföng í þágu fyrirtækja og almennings                      Eiríkur Rögnvaldsson, Háskóla Íslands 13:20-13:40  Talgreining á íslensku – hvað þarf til?                      Jón Guðnason, Háskólanum í Reykjavík 13:40-14:00  Hvaða þýðingu hefur máltækni fyrir atvinnulífið                      Garðar Þ. Guðgeirsson, Tryggingamiðstöðinni 14:00 Fundi slitið Fundarstjóri: Hjörtur Grétarsson, stjórn Ský Matseðill: Hunangsgljáð kalkúnabringa með ávaxta- og ostafyllingu, rauðlauks confit og supremesósu.Kaffi/te og konfekt á eftir. Verð fyrir félagsmenn Ský:  4.900 kr.Verð fyrir utanfélagsmenn: 7.900 kr.Verð fyrir fólk utan vinnumarkaðar: 3.000 kr.
Lesa meira
Norræni blaðamannaskólinn í Árósum (NJC) lagður niður!

Norræni blaðamannaskólinn í Árósum (NJC) lagður niður!

Menningar- og menntamálaráðherrar Norðulandanna hafa ákveðið að hætta stuðningi við Norræna blaðamannaskólann í Árósum frá og með næstu áramótum, eða 1 janúar 2014. Fram kemur í upplýsingum frá Norrænu ráðherranefndinni að ákvörðunin byggir á pólitískri forgangsröðun frá ráðherrum aðildarríkjanna í tengslum við niðurskurð fjárframlaga á næsta ári. Norræni blaðamannaskólinn hafi verið farsæll í starfi sínu og heppilegur samstarfsvettvangur sem hafi gert mikið gagn. Margir tugir íslenskra blaðamanna hafa í gegnum árin sótt aðalnámskeið skólans og hefur skólinn lengi verið helsta tákn um norræna samvinnu á sviði blaðamennsku. "Þessi ákvöðrun kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og er mikið áfall," segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Hann segir að forusta BÍ hafi verið í sambandi við forustumenn annarra félaga á Norðurlöndum og sameiginlegir fundir séu framundan. "Við munum reyna að samræma viðbrögð og beita okkur sameiginlega í þessu máli," segir Hjálmar. Hann segir þessa ákvörðun sérstaklega slæma fyrir íslenska blaðamenn því Árósarskólinn hafi verið mjög mikilvægur hlekkur í menntun og endurmenntun íslenskra blaðamanna. Norræna ráðherranefndin hefur ákveðið að leysa strax upp stjórn skólans,  enda sé ljóst að skólinn muni ekki geta starfað áfram á næsta ári.
Lesa meira
Bresk vefútgáfa Daily Mail vinsæl í BNA

Bresk vefútgáfa Daily Mail vinsæl í BNA

Samkvæmt vefmælingum ComScore þá er vefútgáfa breska dagblaðsins Daily Mail, eða MailOnline, nú orðin þriðja stærsta vefdagblað í Bandaríkjunum og kemur næst á eftir NYTimes.com og WashingtonPost.com. MailOnline er með um 50 milljon notendur víðs vegar um heimiinn og þar af eru um 19,3 milljónir í Bandaríkjunum. Sjá meira hér
Lesa meira
Vel heppnaður aðalfundur

Vel heppnaður aðalfundur

Hjálmar Jónsson var endurkjörinn formaður Blaðamannafélagsins á aðalfundi í gærkvöldi, en hann var sjálfkjörinn. Ekki urðu miklar breytingar á forystu félagsins en Magnús Halldórsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stjórn og í hans stað var Rakel Ósk Sigurðardóttir kjörin í aðalstjórn. Rakel Ósk hafði átt sæti í varastjórn, og í hennar stað þar kom Höskuldur Kári Schram. Í samningaráði hætti Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir og kom Rakel Ósk Sigurðardóttir í hennar stað, en Rakel Ósk hafði verið varamaður í samningaráði og í hennar stað sem varamaður kom Erla Hlynsdóttir. Þá gaf Birgir Guðmundsson, sem verið hefur formaður verðlaunanefndar blaðamannaverðlauna, ekki kost á sér áfram en í verðlaunanefndina kemur Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir. Á aðalfundinum var samþykkt ályktun um að fela stjórn félagsins að mynda sérstakt fagráð undir forustu varaformanns félagsins. Megin hlutverk þessa fagráðs á að vera að taka á móti nýjum faglegum verkefnum sem félaginu ber að taka að sér, m.a. í tengslum við breytt lagaumhverfi og nýja stöðu fjölmiðla og blaðamanna í landinu. Fram kom að meðal þess sem slíkt fagráð á að fjalla um eru reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði og eftirfylgd með þeim.
Lesa meira

Samfylking með flestar fréttir

Vefsíðan eyjan.is hefur birt samantekt sem Fjölmiðlavaktin tók saman fyrir síðuna um umfjöllun prentmiðla um framboð sem mælast í könnunum inni með mann. Þar kemur fram að Samfylkingin hefur fengið mestu umfjöllunina í prentmiðlum á tímabilinu frá 1. mars til 19. apríl. Framsóknarflokkurinn hins vegar hefur fengið minnsta umfjöllun af fjórflokkunum og er ekki að sjá að samhengi sé milli magns umfjöllunar eða þess hvort hún sé „jákvæð“ eða „neikvæð“ og gegnis í skoðanakönnunum. Samkvæmt Eyjunni hefur skipting fréttanna verið eftirfarandi: Samfylking 245 fréttir og þar af 65,5% jákvæðarSjálfstæðisflokkur, 177 fréttir og þar af 62,1% jákvæðarVinstri græn, 168 fréttir og þar af 62,5% jákvæðarFramsóknarflokkur, 155 fréttir og þar af 58,7% jákvæðarBjört framtíð, 41 frétt og þar af 80,5% jákvæðarPíratar, 33 fréttir og þar af 93% jákvæðar Sjá nánar hér
Lesa meira
Aðalfundur BÍ í kvöld

Aðalfundur BÍ í kvöld

Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2013 verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 23. apríl, í húsnæði félagsins að Síðumúla 23 og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka þátt í störfum félagsins. Dagskrá:Venjuleg aðalfundarstörfSkýrslur frá starfsnefndumKosningarÖnnur mál
Lesa meira

Bannað að vitna til erlendra miðla

Sama dag og kínverskir blaðamenn fréttu að New York Times hefði fengið Pulizerverðlaun fyrir umfjöllun um fyrrum leiðtoga Kína, Wen Jiabao og hvernig hann og fjölskylda hans rökuðu saman auði á valdatíma hans, var blaðamönnunum tilkynnt um að kínverska Fjölmiðlaeftirlitið hefði bannað þeim að greina frá því sem fjallað er um í erlendum fréttamiðlum. „Engin fjölmiðlagátt hefur heimild til að nota erlendt fréttaefni sem ekki hefur verið samþykkt af þar til bærum stjórnvöldum,“ segir í tilkynningu frá Fjölmiðlaeftirlitinu. Þá er ekki heldur heimilt að birta upplýsingar frá fréttariturum, lausamönnum, áhugasamtökum eða fyrirtækjum erlendis, nema að fyrirfram fengnu leyfi. Sjá meira hér
Lesa meira
Ísland í næst efsta sæti yfir facebook-notendur

Ísland í næst efsta sæti yfir facebook-notendur

Quatar er eina landið í heiminum þar sem hærra hlutfall íbúa notar facebook en á Íslandi. Rúmlega 72% Íslendinga notar þennan samfélagsmiðil. Aðeins eru sjö ár liðin frá því að nafnið facebook kom fyrst fram hér á landí, en það ár í frétt í DV. Þetta kemur fram í grein um facebooknotkun  hjá Iceland Review. Umfjöllunina má sjá hér
Lesa meira