Pressukvöld með Annie Machon

Blaðamannafélag Íslands og Miðstöð rannsóknarblaðamennsku á Íslandi standa fyrir Pressukvöldi með Annie Machon, fyrrum njósnara MI5 og framkvæmdastjóra LEAP, í Gym & Tonic salnum á Kex hosteli, fimmtudagskvöldið 21. febrúar kl. 20:30

,,The War Against Drugs, The War Against Terror and The War Against the Internet are all interconnected,” Annie Macon

Machon starfaði í fimm ár í innanlandsdeild bresku leyniþjónustunnar, MI5, en hætti störfum og gerðist uppljóstrari til að fletta ofan af vanhæfni og lögbrotum fjölmargra njósnara stofnunarinnar. Machon er þekkt fyrir sérþekkingu sína á fjölmiðlum, ýmsum sviðum stjórnsýslu og starfsemi leyni- og öryggisstofnana. Hún beitir sér fyrir opnari stjórnsýslu og ábyrgð hjá hinu opinbera sem og í einkageiranum.

Machon er eftirsóttur ræðumaður og á Pressukvöldinu mun hún fjalla um uppljóstrara og vernd þeirra ásamt því að ræða eigin reynslu af störfum sínum fyrir bresku leyniþjónustuna MI5. Pressukvöldið er eins og áður segir í Gym & Tonic sal Kex Hostelsins, Skúlagötu 28, fimmtudagskvöldið 21. febrúar kl. 20:30. 
 
Það er Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, sem skipuleggur komu Machon til landsins.  Machon mun halda fjölda fyrirlestra á vegum Snarrótarinnar dagana 21.-28. febrúar um frelsi internetsins, fíkniefnastríðið og persónunjósnir. 
Nánari upplýsingar um fyrirlestrarröð Machon og viðburði á vegum Snarrótarinnar, má finna á heimasíðu samtakanna; www.snarrotin.is Þar er einnig ítarefni, m.a. viðtöl við hana. Hægt er að kynna sér störf Machon á heimasíðu hennar;  www.anniemachon.ch og starfsemi LEAP (Law Enforcement Against Prohibition) hér; www.leap.cc