Fréttir

Tilkynning

Þrír fundir um kosningarnar í H.Í.

Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og Stjórnmálafræðideild HÍ standa fyrir þremur opnum fundum í Háskóla Íslands í aðdraganda alþingiskosninga 2013. Fræðimenn á sviði stjórnmálafræði og sagnfræði spá í spilin.        1. Föstudaginn 19. apríl kl. 12-13 í Lögbergi st. 101. Guðni Th. Jóhannesson lektor í sagnfræði: Stjórnarkreppan mikla. Hvers vegna munu  stjórnarmyndunarviðræður ganga illa eftir alþingiskosningarnar í apríl 2013?.         Í fyrirlestrinum verða stjórnarmyndunarviðræður skoðaðar í sögulegu ljósi og m.a. leidd rök að því  að eftir þingkosningarnar framundan muni reynast erfitt að koma saman  ríkisstjórn og stjórnar. Umræðum stjórnar Steinunn Stefánsdóttir, blaðamaður.   2. Mánudaginn 22.apríl kl. 12-13 í Odda st. 101. Dr. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði og Dr. Stefanía Óskarsdóttir lektor í stjórnmálafræði:  Hver er staðan í íslenskum stjórnmálum fimm dögum fyrir Alþingiskosningar?         Talsverðar líkur eru á gjörbreyttu pólitísku landslagi eftir alþingiskosningarnar sem haldnar verða 27. apríl n.k.  Miklar sviptingar eru innan flokka, ný framboð hafa komið fram og fylgi flokka og framboða er á fleygiferð.  Stjórnmálafræðingarnir munu fjalla um stöðuna í íslenskum stjórnmálum  fimm dögum fyrir kosningar.  Umræðum stjórnar Höskuldur Kári Schram fréttamaður á Stöð 2. 3. Miðvikudaginn 24. apríl kl. 12:15-13:15 í Odda st 101. Dr. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði og Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur og doktorsnemi:  Hvernig hegða kjósendur sér? Fjöldi nýrra framboða og miklar fylgissveiflur í skoðanakönnunum veldur því að líklega hefur aldrei verið eins erfitt að ráða í hegðun kjósenda og nú þegar alþingiskosningar eru rétt handan við hornið.  Í erindum sínum ræða  stjórnmálafræðingarnir um hegðun kjósenda. Ólafur Þ Harðarson ræðir Kosningasveiflur og nýir flokka og í erindi Evu Heiðau Önnudóttir doktorsnema í stjórnmálafræði  Nýir  kjósendur, gamlir flokkar?: Tryggð kjósenda við stjórnmálaflokka og  nálægð á hugmyndafræði fjallar hún m.a. um minnkandi tryggð kjósenda og minni áhrif vinstri-hægri nálægðar við stjórnmálaflokk á það sem fólk kýs.  
Lesa meira
Dagblöð öflug í tengslum við lesendur

Dagblöð öflug í tengslum við lesendur

Dagblöð eru enn þá áhrifaríkist fjölmiðla í að efla þáttöku og samskipta við lesendur sína samkvæmt nýrri könnun sem Samtök dagblaðaútgefenda í Bandaríkjunum hefur sent frá sér. Þá eru auglýsingar í prentmiðlum áfram með þeim áhrifamestu. Hins vegar skyggir það á þessi jákvæðu tíðindi fyrir dagblöð, að auglýsnigatekjur eru enn á niðurleið. Dagblöð gætu, samkæmt þessari könnun, gert margt til að efla stöðu sína, sérstaklega þegar kemur að því að nýta sér samfélagsmiðla og snjallsímavæðinguna. Höfundar könnunarinnar segja að framleiðendur ritstjórnarefnis af hvaða tagi sem er ættu að snúa sér að því að tengjast snjallsímum þar sem notkunarsprenging sé að eiga sér stað.Sjá einnig hér
Lesa meira
Áskriftartekjur blaða aukast í BNA

Áskriftartekjur blaða aukast í BNA

Loksins berast góðar fréttir af rekstri á dagblaðamarkaðnum í Bandaríkjunum, eftir um áratugs göngu um táradal tapreksturs. Áskriftartekjur dagblaða jukust á árinu 2012 í fyrsta sinn í tíu ár og er það fyrst og fremst þakkað auknum tekjum af áskrift af netútgáfum blaðanna. Þetta kemur fram í gögnum sem Samtök dagblaða í BNA (Newspaper Assn. of America) hafa tekið saman. Þessi niðurstaða er ekki síst merkileg fyrir það að hún dregur fram að dagblöðin, sem um langt skeið hafa átt undir högg að sækja vegna internetsins, eru nú farin að aðlaga viðskiptamódel sín að netinu. Alls voru áskriftartekjur bandarískra blaða árið 2012 um 10,4 milljarðar dala, og höfðu þá vaxið um 5% frá árinu áður. Sjá meira hér
Lesa meira
Leiðir vonandi til vakningar

Leiðir vonandi til vakningar

„Von mín er að þessi ráðstefna um rannsóknarblaðamennsku muni hafa sömu áhrif á Íslandi og varð í Svíþjóð þegar við byrjuðum að halda slíka ráðstefnu fyrir 25 árum," sagði Nils Hanson, ritstjóri fréttaskýringarþáttarins Uppdrag Granskning á sænska ríkissjónvarpinu. Nils var einn af fyrirlesurum á ráðstefnu Miðstöðvar rannsóknarblaðamennsku, sem haldin var á Icelandair Hotel Reykjavík Natura, um síðustu helgi. Nils Hanson kallaði fyrirlestur sinn Stafróf rannsóknarblaðamennskunnar eða ABC of Investigative Journalism. Hann útskýrði þar vinnuferli rannsóknarblaðamennskunar frá því að blaðamaðurinn byrjar að grafa og þar til fréttin er tilbúin. Nils hefur flutt þennan fyrirlestur víða enda óhætt að segja að hann hafi verið byggður upp eins og kennslustund í rannsóknarblaðamennsku. Nils segir að eftir því sem fleiri blaðamenn sjái möguleika aðferðarfræði rannsóknarblaðamennskunnar og mikilvægi hennar fyrir samfélagið, því fleiri taki upp slík vinnubrögð. Það sé mjög gefandi fyrir blaðamenn. „Sú vakning sem orðið hefur í Svíþjóð er mjög miklvæg. Við sjáum nú blaðamenn allastaðar vera að „grafa", allt frá litlum héraðsfréttablöðum til stærri landsmálablaða og það þrátt fyrir að efnahagsástandið sé ekki upp á marga fiska. Það er von mín að slík vakning - þar sem blaðamenn hjálpa blaðamönnum - verði einnig á Íslandi." Nils fór í fyrirlestri sínum yfir verkferla sem auðvelda blaðamönnum að halda utan um vandmeðfarin og flókin mál þannig að þeir stofni ekki sjálfum sér né öðrum í hættu. Einnig benti hann á að nauðsynlegt sé að gæta skynsamlegs utanumhald eins og skráningu samtala og gagna sem aflað er. Meðal annars til að koma í veg fyrir að blaðamenn verði rengdir eftirá. Uppdrag Granskning þættirnir hafa margir hverjir vakið gríðarlega athygli bæði í Svíþjóð og víðar, og skemmst er að minnast stórra mála eins og umfjöllunar Sven Bergmans og Fredriks Laurin um fangaflutninga CIA og TeliaSonera svo dæmi séu tekin. Bæði Nils og kollegar hans hafa unnið fjölda blaðamennskuverðlauna fyrir fréttaskýringar í þættinum.
Lesa meira
WikiLeaks birtir

WikiLeaks birtir "Kissinger-skeyti"

WikiLeaks hefur nú vakið athygli á ný og birt stærsta safn leyniskjala sem samtökn hafa hngað til birt. Hér erum að ræða skjalasafn sem gengur undir nafninu „Kissinger-skeytin“ (Kinnsinger Cables) og er þar að finna um 1,7 milljón skjöl sem tengjast utanríkisþjónustu Bandaríkjanna á árunum 1973-1976. Af þessu fjölda öllum tengjast ríflega 200 þúsund skjöl hinum umdeilda untaríkisráðherra tímabilsins, Henry Kissinger. Alls er umfang þeirra skjala sem birt eru um 700 milljón orð, og í þeim er að finna það sem WikiLeaks kalla „merkilegar uppljóstranir um þátttöku og stuðning Bandaríkjanna við fasískar einræðisstjórnir, einku í Rómönsku Ameríku, ríkisstjórn Franco á Spáni og stuðning við herforingjastjórnina á Grikklandi.“ Sjá meira hér
Lesa meira
Einhver umfangsmesta samvinna blaðamanna í sögunni

Einhver umfangsmesta samvinna blaðamanna í sögunni

Alþjóðlegur samstarfsvettvangur rannsóknarblaðamanna (ICIJ) hefur opinberað niðurstöður úr viðamesta rannsóknarblaðamennskuverkefni í15 ára sögu samtakanna, en verkefnið heitir: „Leynd til sölu -skyggnst inn í völundarhús alþjóðlegra aflands-skattaskjóla“. Verkefnið byggir á um 2,5 milljón leyniskjölum og að mati forsvarsmanna þess er ekki ólíklegt að þetta sé einhver umfangsmesta samvinna blaðamanna þvert á landamæri í sögunni. Hefðbundnir fjölmiðlar hafa byrjað að birta lista upp úr niðurstöðunum og ítaleg umfjöllun er um málið á heimasíðu verkefnisins. Sjá ítarlega umfjöllun hér
Lesa meira
Smugan.is í rekstrarvanda og leitar til lesenda

Smugan.is í rekstrarvanda og leitar til lesenda

Vefritið smugan.is mun hætta starfsemi vegna þungs rekstrar um mánaðarmótin en starfsemin verður þó með óbreyttu sniði fram yfir kosningar. Eftir það munu nýir eigendur freista þess að skjóta stoðum undir rekstur miðilsins og opna hann aftur í haust. Í pistli sem Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ritstjóri skrifar á síðuna segir m.a.: „Útgáfufélagið hefur verið sjálfstættt gagnvart Vinstri hreyfingunni grænu framboði en núna verða slitin öll tengsl við flokkinn, Lilja Skaftadóttir og aðrir stórir eigendur hafa látið nýjum eigendum eftir hluti sína, sem munu hafa það hlutverk að koma fótum undir reksturinn ef það er hægt. Það er því smuga, að hægt sé að halda áfram, ef þú lesandi góður getur hugsað þér að taka þátt í rekstrinum með sérstakri styrktaráskrift. Ef nægilega margar áskriftir safnast á næstu mánuðum opnar Smugan aftur í haust, ferskari, beittari og beinskeyttari en fyrr.“ Sjá pistil Þóru í heild hér
Lesa meira
Arnar Páll Hauksson er meðal þeirra sem fjalla um starf fréttamannsins

Fréttamenn RÚV tjá sig um starfið

RÚV hefur nú birt á vef sínum viðtalsþætti við fréttamanna um eðli og mikilvægi starfs fréttamanna. Í þessum þáttum fjalla fréttamennirnir um spurningar eins og þessar: Hver er áhrifamáttur fjölmiðla? Hvað ógnar helst frjálsri fréttamennsku hérlendis? Hvaða áhrif hefur hröð tækniþróun á vinnuna? Fulltrúar fréttastofu RÚV ræða opinskátt um krefjandi starf og síbreytileg viðfangsefni, allt frá efnahagshruninu til náttúruhamfara og málefna líðandi stundar. Sjá þættina hér
Lesa meira
Tilkynning

Umsóknarfrestur vegna orlofshúsa er 2. apríl

Umsóknarfrestur vegna sumarleigu á orlofshúsum Blaðamannafélags Íslands í Stykkishólmi, á Akureyri og í Brekkuskógi er til og með þriðjudeginum 2. apríl næstkomandi. Umsóknareyðublöðeru hér á press.is, en einnig er hægt að senda tölvupóst á orlofshus@press.is">orlofshus@press.is Um er að ræða vikuleigu frá föstudegi til föstudags. Samtals 13 vikur frá 31.maí til og með 30.ágúst. Tilgreinið fleiri en einn möguleika til þess að auðvelda úthlutun. Raðhúsið á Akureyri er með svefnplássi fyrir 7-8 Stóra-Brekka með gestahúsi er með svefnplássi fyrir 9-10 í rúmum.Litla-Brekka er með svefnplássi fyrir 5-6.Stykkishólmur er með svefnplássi fyrir 12-14. Vikuleiga fyrir fullgilda félagsmenn Bí á Akureyri og Stóru-Brekku er 20 þús., í Stykkishólmi 25 þús. og vikuleiga fyrir Litlu-Brekku 15 þús.Myndir og upplýsingar má sjá hér á heimasíðunni Orlofshúsin í Brekku voru endurnýjuð öll að innan fyrir fáum árum síðan og íbúðin á Akureyri var öll endurnýjuð fyrir sex árum síðan og pallurinn við húsið fyrir tveimur árum. Húsið í Stykkishólmi er byggt árið 2006. Veiðikort og hótelkort verða til sölu á sktrifstofu félagsins eins og verið hefur. Munið 2. apríl!
Lesa meira
Milljarður á mánuði hjá YouTube

Milljarður á mánuði hjá YouTube

Myndbandasíðan YouTube náði þeim merka áfanga nú fyrir helgina að milljarður manns skoðar síðuna í hverjum mánuði. Áhorfið hefur aukist jafnt og þétt en í október 2011 var mánaðalegt áhorf um 800 þúsund manns. Þessi tilkynning kom fram á kynningu á fyrirtækinu sem auglýsingamiðli og með þessu er YouTube komið í sömu deild og Facebook að geta státað af milljarði notenda á mánuði. Raunar koma þessar fréttir á sama tíma og fyrirtækið er að leggja minni áherslu á fjölda notenda eingöngu, en þess í stað að undirstirka áherslu á gagnvirkni og þátttöku notenda. Sjá einnig hér
Lesa meira