- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Alþjóðlegur samstarfsvettvangur rannsóknarblaðamanna (ICIJ) hefur opinberað niðurstöður úr viðamesta rannsóknarblaðamennskuverkefni í15 ára sögu samtakanna, en verkefnið heitir: Leynd til sölu -skyggnst inn í völundarhús alþjóðlegra aflands-skattaskjóla. Verkefnið byggir á um 2,5 milljón leyniskjölum og að mati forsvarsmanna þess er ekki ólíklegt að þetta sé einhver umfangsmesta samvinna blaðamanna þvert á landamæri í sögunni. Hefðbundnir fjölmiðlar hafa byrjað að birta lista upp úr niðurstöðunum og ítaleg umfjöllun er um málið á heimasíðu verkefnisins.