- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Loksins berast góðar fréttir af rekstri á dagblaðamarkaðnum í Bandaríkjunum, eftir um áratugs göngu um táradal tapreksturs. Áskriftartekjur dagblaða jukust á árinu 2012 í fyrsta sinn í tíu ár og er það fyrst og fremst þakkað auknum tekjum af áskrift af netútgáfum blaðanna. Þetta kemur fram í gögnum sem Samtök dagblaða í BNA (Newspaper Assn. of America) hafa tekið saman. Þessi niðurstaða er ekki síst merkileg fyrir það að hún dregur fram að dagblöðin, sem um langt skeið hafa átt undir högg að sækja vegna internetsins, eru nú farin að aðlaga viðskiptamódel sín að netinu. Alls voru áskriftartekjur bandarískra blaða árið 2012 um 10,4 milljarðar dala, og höfðu þá vaxið um 5% frá árinu áður.