Fréttir

Miklu fleiri fréttir jákvæðar en neikvæðar hjónabandi samkynhneigðra í BNA

Miklu fleiri fréttir jákvæðar en neikvæðar hjónabandi samkynhneigðra í BNA

Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði á dögunum sem kunnugt er að samkynhneigðir geti í raun gegnið í hjónaband og þannig var snúið við niðurstöðu sem fram hafði komið í nokkrum ríkjum BNA. Á tímabilinu sem Hæstiréttur var með málið til meðferðar og umfjöllunar birtust mun fleiri fréttir sem voru jákvæðar gagnvart því að samkynhneiðgðir gætu gengið í hjónaband en fréttir sem voru neikvæðar gagnvart því. Þetta kemur fram í nýlegri könnun frá PEW rannsóknarstofnuninni. Fréttir þar sem fullyrðingar sem voru fylgjandi hjónabandi samkynhneigðra voru áberandi voru 5 sinnum fleiri en fréttir með fullyrðingum þar sem slíkum hjónaböndum var andmælt. Í flestum þeim fréttum sem fjölluðu jákvætt um hjónabönd samkynhneigðra var vísatð til borgaralegra réttinda fólks. Sjá meira hér
Lesa meira
Focus, frettabréf EFJ

Focus, frettabréf EFJ

Focus, fréttabréf Evrópusambands blaðamanna er komið út í rafrænu formi. Þar er fjallað um ýmis mál sem brenna á blaða- og fréttmönnum í Evrópu, m.a. hugmyndir um að loka ríkisútvarpinu á Grikklandi og hvaða hugmyndir um hlutverk almannaútvarp slíkar tillögur endurspegla. Þá er fjallað um ástandið í Tyrklandi og víðar í löndum álfunnar. Eitt af því sem fjallað er um, er nýleg ráðstefna blaða- og fréttamanna um merkingu hugtaksins fjölbreytni í fjölmiðlum, og því velt upphvort fjölbreytnin eigi rót sína í fréttunum sjálfum og ritstjórnarefninu eða hvort fjölbreytnin eig upptök sín í áheyrendum eða lensendahópi miðlanna. Sjá fréttabréf hér
Lesa meira
Dagblöð mikilvæg aldamótakynslóðinni

Dagblöð mikilvæg aldamótakynslóðinni

Þrátt fyrir þá almennu trú að fólk undir þrítugu lesi ekki lengur blöð og sé að yfirgefa hefðbundnar vefsíður og noti þess í stað hin ýmsu snjalltæki, s.s. spjaldtölvur og síma, þá sýna nýjar athuganir á vegum Samtaka bandarískra dagblaða (Newspaper Association of America's) að dagblaðið er enn mikilvæg uppspretta upplýsinga fyrir “aldamótakynslóðina”. Um 57% 18-34 ára fólks í Bandaríkjunum lesa dagblað að einhverju marki í hverri viku annað hvort prentútgáfu eða dagblað á netinu. “Það er engin spurning að unga fólkið er mun virkara en aðrir á stafrænu miðlunum og notar þá til að afla upplýsinga sem það telur sig varða. Hins vegar eru dagblöðin áfram mikilvæg og þau hafa þróast og fundið leiðir til að verða aðgengilegri ungu fólki á stafrænu formi,” segir Jim Conaghan hjá Samtökum bandarískra dagblaða. Sjá meira hér
Lesa meira
Rupert Murdoch

Engin auðmýkt lengur hjá Murdoch

Tveimur árum eftir að fjölmiðlabaróninn Rupert Murdoch kom fram fyrir almenning og talaði af auðmýkt um þátt fyrirtækisins í símahlerun hjá unglngsstúlkunni Milly Dowler sem hafði verið myrt, hafa nú verið birtar hleranir eða leynilegar upptökur af hneykslanlegum ummælum Murdochs sjálfs. Á fundum sem hann hefur átt með starfsmönnum ýmissa fjölmiðla sinna er tónninn hj´ahonum allt annað en auðmjúkur varðandi hneykslismálin sem fyritæki hans hafa flækst í. Hann talar þar um vanhæfi lögreglu og pólitískar ofsóknir frá hægri og frá vinstri gegn fyrirtækinu og gefur til kynna að vel komi til greina að ná fram einhvers konar hefndum. Fleiri en ein upptaka mun vera til af þessu en í gær voru birtar útskriftir af þessum upptökum í heild sinni í Exaro News. Sjá einnig hér
Lesa meira
Frá mótmælunum í Egyptalandi

IFJ biður blaðamenn í Egyptalandi að sýna varúð

Alþjóðasamband blaðamanna,IFJ, hefur fordæmt morðið á egypska blaðamanninum Salah Eddin Hassan í mótmælum í Port Said sl. föstudag. Hassan sem var 38 ára vann fyrir staðarblaðið Shaab Misr. Hann var drepinn með heimatilbúinni sprengju  þegar hann var að dekka mótmælin gegn Muhamed Morsi forseta. „Við hörmum dauða kollega okkar sem var drepinn í fullkomnu tilgangsleysi þegar hann var að uppfylla faglegar skyldur sínar sem blaðamaður,“ segir Jim Boumelha forseti IFJ. Hann segir ennfremur: „Hassan, sem skilur eftir sig konu og tvö börn, var staðfastur blaðamaður, sem var á staðnum til að greina frá mótmælunum. Þeir sem eru ábyrgir fyrir dauða hans verða að mæta réttvísinni og standa ábyrgir gerða sinna.“ Alþjóðasambandið hefur hvatt blaðamenn sem starfa í Egyptalandi til að sýna sérstaka varkárni í störfum sínum. „Við höfum vaxandi áhyggjur af miklu ofbeldi í Egyptalandi,“ sagði Boumelha. Sjá einnig hér
Lesa meira
OSCE hefur áhyggjur af samþjöppun á fjölmiðlamarkaði

OSCE hefur áhyggjur af samþjöppun á fjölmiðlamarkaði

Kosningaeftirlit OSCE/ODHIR gerir ekki alvarlegar athugasemdir við fjölmiðlaumfjöllunina fyrir alþingiskosningarnar í vor, en eftirlitsnefndin hefur skilað skýrslu sinni. Þar kemur fram að umfjöllun fjölmiðla fyrir kosningarnar hafi verð mikil og fjölbreytt og þjónað lýðræðislegum markmiðum, þó hún hafi ekki – sérstaklega í ljósvakamiðlum – verið mjög djúp. Hins vegar gerir nefndin ýmsar athugasemdir varðandi einstök atriði. Meðal þess sem nefndin nefnir sem áhyggjuefni er að mikil samþjöppun á fjölmiðlamarkaði ógni fjölbreytni í efnisframboði. Telur hún að stjórnvöld ættu að íhuga frekari ráðstafanir til að takmarka samþjöppun  til að koma í veg fyrir einokun og hagsmunaárekstra og kanna hvort hægt sé að setja reglur sem takmarki áhrif tiltekinna einstaklinga, fyrirtækja eða hópa á einn eða fleiri hluta fjölmiðlamarkaðarins. Einnig beri að tryggja fjölbreytni og nægjanlegan fjölda fjölmiðlagátta. Þá leggur eftirlitsnefndin til að staða Fjölmiðlanefndar verði styrkt með auknum valdheimildum og hlutverk hennar gert skýrara til að hún geti fylgt eftir fjölmiðlalögunum.   Skoða þurfi hvort ekki beri að fela Fjölmiðlanefnd sérstakt hlutverk við að fylgjast með kosningum í samstarfi við kerfisbundið eftirlit með kosningabaráttunni. Þá tekur eftirlitsnefndin upp athugasemdir frá því í síðustu skýrslu sinni þegar fjallað var um að heppilegt kynni að vera að RÚV veitti stjórnmálaflokkum frían útsendingartíma fyrir kosningar. Ekki var orðið við því sem kunnugt er, en nefndin segir nú að í ljósi mikilvægis almenningsútvarps í að veita breiða umfjöllun sem sé í jafnvægi, sé skynsamlegt að skoða á ný afstöðuna í þessum efnum. Þá er bent á að mikill fjöldi kannana hafi birst fyrir kosningarnar og ekki hafi alltaf verið ljóst hver gerði þær eða hvaða aðferðafræði var beitt. Leggur nefnid til að settar verði reglur sem kveði á um að greinilega sé sagt frá aðferðafræði kannana, hvenær þær voru gerðar og hver standi að baki þeim. Sjá skýrsluna í heild hér
Lesa meira
Hvetur íslensk stjórnvöld til að tryggja framtíð NJC

Hvetur íslensk stjórnvöld til að tryggja framtíð NJC

Blaðamannafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld til þess að leggja sitt af mörkum til þess að Norræna blaðamannamiðstöðin í Árósum (Nordisk Journalistcenter, NJC) verði áfram starfrækt og að fyrirætlanir um að hætta starfsemi þessarar mikilvægu endurmenntunarstofnunar norrænna blaðamanna verði lagðar til hliðar. Þetta kemur fram í bréfi sem Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, hefur skrifað forsætisráðherra. Í bréfinu segir:,,Árósanámskeiðin hafa stuðlað að auknum skilningi á norrænu samstarfi og þeim böndum sem tengja norrænu þjóðirnar. Auk þess hafa námskeiðin eflt tengslin milli norrænna blaðamanna og verið mikilvægur vettvangur til fræðslu um Evrópusamstarfið, málefni norðurslóða og stöðu Norðurlandanna í alþjóðlegu samhengi svo nokkuð sé nefnt. Þannig hafa í 50 ár íslenskir blaðamenn sótt mikilvæga þekkingu á norrænu samstarfi til þessarar stofnunar, eins og meðfylgjandi listi yfir þáttakendur ber með sér. Blaðmannafélag Íslands bendir jafnframt á að blaðamenn í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð eiga kost á sérhæfðri endurmenntun fyrir blaðamenn, sem nýtur opinbers stuðnings, í sínum heimalöndum. Því er ekki til að dreifa hér á landi, íFæreyjum eða Grænlandi. Norræna blaðamannamiðstöðin hefur því reynst einkar mikilvæg fyrir blaðamenn frá þessum löndum til endurmenntunar."
Lesa meira
Blaðaljósmyndarar þakka fyrir sig

Blaðaljósmyndarar þakka fyrir sig

Blaðaljósmyndarafélag Íslandss, sem stendur að sýningunni Myndir ársins, fór í gær í heimsókn í Íslandsbanka til að gefa þeim umhverfismynd ársins 2012. Með þessu vildu aðstandendur sýningarinnar þakka bankanum fyrir stuðninginn á sýningunni í Gerðarsafni í ár. Meðfylgjandi mynd var tekin af Vilhelm Gunnarssyni við það tækifæri. Á myndinni eru Eyþór Árnason ljósmyndari og sýningastjóri Mynda ársins 2012, Birna Einarsdóttir bankastjóri Ísladsbanka og Már Másson, forstöðumaður samskiptamála.
Lesa meira
Rúnar Pálmason er handhafi Fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins 2012. Hér er hann …

Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar. Verðlaunin verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með umfjöllun sinni um íslenska náttúru. Til greina koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um íslenska náttúru. Í fyrra voru verðlaunin veitt, Rúnari Pálmasyni, blaðamanni á Morgunblaðinu,  fyrir ítarlega umfjöllun um akstur utan vega.   Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í BrattholtiÞá verður Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti veitt einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar. Sigríður Tómasdóttir, fæddist 24. febrúar 1871 í Brattholti. Sigríður var baráttukona og náttúruverndarsinni sem lagði mikið á sig í baráttu gegn virkjun Gullfoss. Hún var því brautryðjandi á sviði náttúruverndarmála hér á landi og hefur æ síðan verið íslenskum náttúruverndarsinnum fyrirmynd. Óskað er eftir tilnefningum til beggja viðurkenninga fyrir 16. ágúst 2013. Tilnefningar með rökstuðningi sendist umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík, eða á netfangið postur@uar.is">postur@uar.is
Lesa meira
Kanadamenn segja sig úr IFJ

Kanadamenn segja sig úr IFJ

Kanadíska blaðamannafélagið CWA/SCA Canada hefur formlega tilkynnt úrsögn sína úr Alþjóðasambandi blaðamanna IFJ (International Federation of Journalists). Í bréfi sem Martin O'Hanlon, framkvæmdastjóri CWA/SCA, hefur sent út til aðildarfélaga kemur fram að úrsögnin tengist óánægju með framvindu mála innan IFJ og þó ekki síst vegna framkvæmdar á síðasta alþjóðaþingi IFJ í Dublin. Í tilkynningu segir O'Hanlon að IFJ treysti á, ofar öllu, á siðferðilegan styrk. Því verði sambandið að vera hafið yfir allan vafa að því leyti og vera á háum siðferðilegum stalli. Og hærri en þeir sem við gagnrýnum, segir O'Hanlon. „Það var þess vegna mjög sorglegt þegar nýafstaðið þing kaus að samþykkja ólögmæta forsetakosningu 7. júní síðastliðinn. Kosningu þar sem komu fram fleiri atkvæði en nam kjörseðlum," segir í tilkynningu Martin O'Hanlon, framkvæmdastjóra CWA/SCA. Hér vísar hann til umdeildrar atkvæðagreiðslu um forseta IFJ, þegar Jim Boumelha var endurkjörin í naumri atkvæðagreiðslu þar sem mótframbjóðandi hans Philippe Leruth frá Belgíu fékk litlu færri atkvæði. Forsetakosningin varð nokkuð söguleg og þegar upp var staðið munaði 13 atkvæðum milli frambjóðenda, Boumelha í hag. Málið vandaðist þegar kom í ljós að það voru fimm aukaatkvæði, þ.e.a.s. fimm atkvæðum meira en útgefnir kjörseðlar.Fundarstjórar greindu þinginu frá því, að þar sem þessi fimm atkvæði hefðu ekki úrslitaáhrif og að báðir frambjóðendur væru því samþykkir, þá yrði það lagt fyrir fundinn að kjósa um lögmæti kosningarinnar. Einnig virtust menn telja að hér væri fremur um mistök að ræða við útdeilingu kjörseðla en sviksamlegt framfæri. Þetta var auðvitað allt hið vandræðalegasta. Þrátt fyrir nokkur mótmæli var kosið um framkvæmdina og fundurinn samþykkti að úrslitin stæðu. Íslenska sendinefndin á þinginu kaus með Philippe Leruth og kaus gegn því að úrslitin stæðu, rétt eins og fulltrúar hinna norrænu sambandanna. Þarna er ljóst að mörg mistök voru gerð, hugsanlega vegna tímaskorts. Ljóst var að margir áttu erfitt með að sætta sig við þetta. Daginn eftir atkvæðagreiðsluna greindi annað þýsku sambandanna, sem átti fulltrúa á þinginu, frá því að það myndi víkja af fundi og endurskoða aðild sína að sambandinu. Sama gerði fulltrúi frá Kanada, Martin O'Hanlon. Martin O'Hanlon hefur nú tilkynnt úrsögn sem var samþykkt af stjórn CWA/SCA Canada en í tilkynningu hans kemur fram að hann telur ekki hægt að segja með vissu að ekki hafi verið brögð í tafli. Hann segir að ef og þegar lögmæt kosning fari fram um forseta IFJ muni CWA/SCA Canada íhuga að ganga aftur í sambandið.
Lesa meira