- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
WikiLeaks hefur nú vakið athygli á ný og birt stærsta safn leyniskjala sem samtökn hafa hngað til birt. Hér erum að ræða skjalasafn sem gengur undir nafninu Kissinger-skeytin (Kinnsinger Cables) og er þar að finna um 1,7 milljón skjöl sem tengjast utanríkisþjónustu Bandaríkjanna á árunum 1973-1976. Af þessu fjölda öllum tengjast ríflega 200 þúsund skjöl hinum umdeilda untaríkisráðherra tímabilsins, Henry Kissinger. Alls er umfang þeirra skjala sem birt eru um 700 milljón orð, og í þeim er að finna það sem WikiLeaks kalla merkilegar uppljóstranir um þátttöku og stuðning Bandaríkjanna við fasískar einræðisstjórnir, einku í Rómönsku Ameríku, ríkisstjórn Franco á Spáni og stuðning við herforingjastjórnina á Grikklandi.