Í gær bloggar Jónas Kritánsson um blaðamennsku og þau tækifæri sem í henni felast. Hann segir m.a.: Blaðamennska býður þeim margvísleg tækifæri, sem áhuga hafa á fjölmiðlun á miklu breytingaskeiði. ..... Einstaklingar geta komið sér upp búnaði, sem um aldamótin var bara á færi voldugra kvikmyndavera. Við slíkar aðstæður verður mikið rót, störf hverfa og önnur koma. Þeir, sem kunna á nútímann, hafa glæsileg tækifæri.
Jónas býðst til að aðstoða menn við að nýta þessi tækifæri og hefur sett upp námskeið í blaðamennsku á síðu sinni sem eru öllum aðgengileg. Um námskeiðin segir hann: Sameiginlegt markmið námskeiðanna er að nemandi fái þekkingu og færni til að stunda allar tegundir blaðamennsku og fjölmiðlunar á prenti, í sjónvarpi, í útvarpi og í nýmiðlun á netinu.
Sjá meira hér
31.05.2013
Lesa meira