- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Myndbandasíðan YouTube náði þeim merka áfanga nú fyrir helgina að milljarður manns skoðar síðuna í hverjum mánuði. Áhorfið hefur aukist jafnt og þétt en í október 2011 var mánaðalegt áhorf um 800 þúsund manns. Þessi tilkynning kom fram á kynningu á fyrirtækinu sem auglýsingamiðli og með þessu er YouTube komið í sömu deild og Facebook að geta státað af milljarði notenda á mánuði. Raunar koma þessar fréttir á sama tíma og fyrirtækið er að leggja minni áherslu á fjölda notenda eingöngu, en þess í stað að undirstirka áherslu á gagnvirkni og þátttöku notenda.