- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Fyrir Evrópuþingskosningarnar í sumar gekkst Evrópusamband blaðamanna (EFJ) fyrir undirskriftasöfnun meðal frambjóðenda til Evrópuþingsins þar sem farið var fram á stuðning við 10 megin stefnumál sem EFJ telur mikilvæg til að tryggja frjálsa og fjölbreytta fjölmiðlun í álfunni. Um 200 frambjóðendur skrifuðu undir þessa yfirlýsingu og um 50 þeirra náðu kjöri á Evrópuþingið. EFJ hefur nú birt nöfn þeirra sem undir þeta skrifuðu ásamt stefnumálunum 10 á heimasíðu sinni. Stefnumálin voru þessi:
1. Lýðræði þarf á sjálfstæðri blaðamennsku að halda
2. Evrópa þar fá fjölbreytni í fjölmiðlum að halda
3. Fundafrelsi og frelsi til að semja um eigin kjör á að vera fyrir alla
4. Höfundaréttur sanngjarnir samningar fyrir alla
5. Vinnuskilyrði hafa áhrif á gæði blaðamennsku
6. Blaðamennska er samfélagsgæði
7. Rannsóknarblaðamennska krefst ffrjáls aðgangs að upplýsingum
8. Fjárfesta ber í framtíð blaðamennsku
9. Vinnuöryggi
10. Bygga á upp traust og ábyrgð með siðlegri blaðamennsku.