- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Miðvikudaginn 3. september kl. 12.00-13.00 flytur Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur, erindið Höndin sem fæðir og höndin sem skrifar: Ritstjórnarlegt sjálfstæði, stjórnmál, sérhagsmunir, fagleg vinnubrögð og hlutleysi fjölmiðla.
Birgir er dósent í fjölmiðlafræði við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Birgir er stjórnmálafræðingur og sagnfræðingur frá Essex í Bretlandi og lauk framhaldsnámi í stjórnmálafræði frá Manitóba háskóla í Kanada. Hann starfaði við fjölmiðla í um tvo áratugi sem blaðamaður, fréttastjóri og ritstjóri. Birgir hefur m.a. skrifað um og rannsakað samspil stjórnmála og fjölmiðla og þróun fjölmiðla á tíma markaðsmiðlunar. Hann er ritstjóri Blaðamannsins, fagrits Blaðamannafélags Íslands, og hefur á undanförnum árum og misserum unnið ýmis trúnaðarstörf fyrir Blaðamannafélagið.
Félagsvísindatorgið verður í stofu M102 og er öllum opið án endurgjalds.