- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Hallgrímur Thorsteinsson er tekinn við sem nýr ritstjóri á DV en Reynir Traustason hefur verið leystur undan störfum sínum fyrir blaðið. Hallgrímur segist í samtali við RÚV vonast til að deilur í eigendahópi verði settar niður sem fyrst og að hann sjái engin skrímsli undir rúminu varðandi eignarhaldið og að menn hafi farið fram úr sér í vangaveltum um þöggun á blaðinu.
Athygli vekur að Reynir Traustason virðist enn bundin ráðningarböndum við blaðið þó hann hafi þar engar skyldur og samkvæmt bréfi sem hann birti á Facebook megi ekki koma inn á ritstjórnina, nota netfang sitt þar eða skrifa í eða hafa afskipti af DV eða dv.is. Þetta á að gilda í jafnvel fram til mánaðarmóta til að gefa nýrri stjórn ráðrúm til að kanna fjárhag félagsins og rekstur á þessu ári. Um þetta segir Reynir á Facebook: Sú aðför sem nú stendur yfir gagnvart mér er sú ógeðslegasta sem ég hef upplifað. Í stað þess að segja mér upp með mannsbrag er mér skipað að fara í frí og gefið til kynna að eitthvað misjafnt sé í pokahorninu.