- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Evrópska blaðamannamiðstöðin (EJC) hefur tilkynnt um sigurvegara í Frumkvöðlasamkeppni í þróunarumfjöllun en það er samkeppni þar sem athyglinni er beint að fréttaflutningi og umfjöllun um málefni þróunar þar sem nálgun og viðfangsefni eru nýstárleg og óhefðbundin. Alls fengu 133 verkefni tilnefningu til verðlaunanna en 14 þeirra hafa nú verið valin til verðlauna og er verðlaunafé í heild um 250 þúsund evrur. Verðlaunaverkefnin koma frá Belgíu, Danmörku,Ítalíu, Spáni, Hollandi og Bretlandi og fjalla um mjög ólíka hluti. Þannig má nefna umfjöllun um fjölmenningarlegt heilbrigðiskerfi í Bólivíu, tilraunir við að útrýma mænusótt, og úttekt á því hvernig rusl sem ruslatínslufólk á Haiti og á Indlandi endar sem íhlutir í 3D prentara, sem dæmi um það sem verkefnin fjalla um. Almennt er umfjöllunin í þessum verkefnum margþætt, á nýstárlegu miðlunarformi og óhefðbundin.