- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt gegn 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu í máli sem Erla Hlynsdóttir blaðamaður höfðaði. Er þetta í þriðja sinn sem Erla vinnur mál fyrir MDE gegn íslenska ríkinu og er nánast einsdæmi að einn og sami einstaklingurinn vinni svo mörg mál fyrir dómstólnum. Málið snýst um grein í DV frá 2007 um kókaínsmyglmál og voru aðilar nafngreindir í umfjölluninni. Hæstiréttur hafði síðan dæmt Erlu og þáverandi ritstjóra Sigurjón M Egilsson brotleg í máli sem reis vegna umfjöllunarinnar.
Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Erlu, var í viðtali við mbl.is í morgun og kvaðst þar ánægður með niðurstöðuna. Hann hefur verið lögmaður Erlu í ölum þremur málunum auk þess sem hann var lögmaður Bjarkar Eiðsdóttur sem einnig vann mál fyrir MDE.
Sjá einnig umfjöllun hér og hér og hér