- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Franska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp sem eykur heimildir til eftirlits og persónunjósna og er yfirlýstur tilgangur þess að auka varnir gegn árásum íslamskra öfgahópa. Frumvarpið sem nú er orðið að lögum var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þinginu, 438 gegn 86, heimilar m.a. miklu víðtækari söfnun upplýsinga um fólk en áður og það kemur í beinu framhaldi af röð hryðjuverka í París í janúar síðast liðnum þegar 17 manns létu lífið.
Bæði Alþjóðasamband blaðamanna og Evrópusamband blaðamanna höfðu í gær sent François Hollande forseta Frakklands bréf þar sem frumvarpinu var mótmælt og bent á að það myndir hafa stórfelldar afleiðingar fyrir frelsi fjölmiðla og möguleika blaðamanna til að vernda heimildarmenn sína. Almenn´og víðtæk mótmæli hafa að undanförnu verið í Frakklandi gegn frumvarpinu.