- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Mogens Blicher Bjerregård, forseti Evrópusambands blaðamanna (EFJ) segir í leiðara nýjasta fréttabréfs sambandsins að í kjölfar Panamaskjalanna og Luxlekanna efist varla nokkur maður um mikilvægi rannsókna- og hágæðablaðamennsku fyrir lýðræðislega stjórnarhætti. Slíkir atburðir og eftirmálar þeirra sýni hve brýnt sé að samfélög fjárfesti í blaðamennsku og skapi henni skilyrði þannig að blaðamenn geti unnið störf sín í umhverfi þar sem fjölmiðlafrelsi, viðunandi starfsskilyrði og höfundaréttur sé til fyrirmyndar. Þetta verður meðal annars á dagskránni á aðalfundi EFJ sem haldinn er í dag og á morgun í Sarajevo.