- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Dagur fjölmiðlafrelsis verður tilefni aðgerða víðs vegar um heim þann 3. maí næst komandi, en það eru Sameinuðu þjóðrnar sem tileinkuðu fjölmiðlum og prentfrelsinu þennan dag. Víða er pottur brotinn í þessum efnum og í Evrópu hyggst EFJ, Evrópusamband blaðamanna efna til mikils málþings í Brussel, sem á að gefa tóninn fyrir umræðu um blaðamennsku og er dagurinn kallaður hinsegin- dagur eða dagur breytileikans (difference-day). Tilefni þykir til nú að draga athygli að fjölbreytni í samfélaginu og gagnkvæmri virðingu fyrir ólíkum lífsstíl og menningu og veita þeim athygli sem á einhvern hátt eru afskiptir í samfélaginu, einangraðir eða beinlínis kúgaðir. Í þessum skilningi er í raun verið að hvetja til þes að frelsi fjölmiðla (og skyldur) taki mið af aðstæðum á hverjum stað er sé ekki skilgreint sem eitthvað tiltekið form eða fasti.