- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill minna íslenska blaðamenn sem eru að vinna á vettvangi fjölmennra mótmæla eða sinna atburðum þar sem aðgangur almennings er á einhvern hátt takmarkaður að tilteknum svæðum á mikilvægi þess að vera rækilega auðkenndir sem blaðamann. Í því sambandi er mikilvægt að vera t.d. í þar til gerðum gulum vestum og með blaðamannaskírteini á sér. Slíkt tryggir betur að unnt sé að auðvelda þeim aðgengi og kemur í veg fyrir óþarfa vandamál. Þá eru það tilmæli lögreglu til íslenskra blaðamanna að nefna þetta við erlenda kollega sína líka, þ.e. að benda þeim á mikilvægi þess að vera rækilega auðkenndir.