- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Spurningar um traust á fjölmiðlum og þá sérstaklega fréttatengdu efni hafa verið áberandi á Íslandi og raunar um allan heim á síðustu árum og misserum. Lengi vel var það viðtekinn sannleikur að þeir eiginleikar blaðamennsku sem sköpuðu traust væru sanngirni, jafnvægi, nákvæmni og heildræn umfjöllun. Slíkir eiginleikar eru enn mikilvægir en á tímum stafrænnar fjölmiðlunar, internetsins, athugasemdakerfa og samfélagsmiðla gæti þessi mynd hafa breyst eitthvað.
Í nýrri umfangsmikillia rannsókn The Media Insight Project, sem birt er á vef American Press Institue sem fjarmagnaði hana, kemur fram að traust á fréttatengdu efni getur ráðist af fjölmörgum þáttum. Þessa þætti er hægt að sundurgreina og einangra þannig að bæði útgefendur og notendur geta nýtt sér þá. Sumir þessara þátta eru nýir og hafa til þessa verið lítið rannsakaðir í tengslum við traust. Má þar nefna ágegni auglýsinga, hversu auðvelt er að rata um fjölmiðlagáttina, hversu hratt efni hleðst inn á netsíðu, og það hvort efni sé uppfært og gerð grein fyrir nýjustu smáatriðum.
Þeir þættir sem hafa áhrif á traust eru líka ólíkir eftir því hvers konar ritstjórnarefni um er að ræða. Þannig hafa ólíkir þættir áhrif á það hvort fólk treystir fréttum um veður og færð annars vegar eða fréttum um stjórnmál hins vegar. Stundum skiptir ítarleg frétt máli á meðan í öðrum tilfellum ræður aðgengi og skýrleiki eða jafnvel skemmtigildi meiru um traust.