- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Þrír af hverjum fjórum Íslendingum horfa á sjónvarp af sjónvarpsskjá daglega eða næstum daglega samkvæmt gögnum frá Standard Eurobarometer 76 sem voru til umfjöllunar á málþingi við Háskólann á Akureyri fyrir helgi. Þetta hlutfall er mun lægra en hjá löndum Evrópusambandsins og umsóknarlöndum, en þessi lönd eru inni í mælingum Eurobarameter, og er einungis Lúxemborg með minna daglegt áhorf en Íslendingar. Meðaltal ESB landa er vel yfir 80%. Hins vegar eru Íslendingar duglegri en flestir í að nota ýmsa rafræna miðla. Þá kom frama ð greinilegt kynslóðabil er í fjölmiðlanotkun á Íslandi, þar sem fólk undir fertugu notar marktækt meira samfélagsmiðla, netið og netsjónvarp en fólk yfir fertugu, en fólk yfir fertugu notar marktækt meira hefðbundna miðla s.s. sjónvarp af sjónvarpsskjá, dagblöð. Þetta er hægt að skoða frekar á glærum Kjartans Ólafssonar og Birgis Guðmndssonar frá málþinginu.
Glærur Kjartans
Glærur Birgis
Hljóðupptaka af málþinginu í heild