- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Styrkjunum er úthlutað til einstaklinga á grundvelli greinargerðar í umsókn. Í umsóknum skal tilgreina hvernig umsækjandi hyggst nota styrk. Einnig skal gera grein fyrir verkáætlun og kostnaðaráætlun. Þá skal tekið fram hvort umsækjandi hafi áður hlotið fréttamannastyrk Norðurlandaráðs.
Styrk ber að nýta innan árs frá úthlutun. Styrkþegar skulu senda Íslandsdeild Norðurlandaráðs stutta greinargerð um hvernig styrknum var varið og hvaða efni var unnið í framhaldi af styrkveitingunni. Norðurlandaráð áskilur sér rétt til að nota greinargerðina í starfi sínu.
Umsóknum má skila rafrænt til larusv@althingi.is eða með bréfi til:
Íslandsdeild Norðurlandaráðs
Alþingi
150 Reykjavík
Umsóknarfrestur er til kl. 12 á hádegi mánudaginn 18. júní 2012.
Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð um fréttamannastyrki Norðurlandaráðs má finna á http://www.norden.org/is/nordurlandarad/bladamannastyrkir-nordurlandarads