- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Forsvarsmenn danska Blaðamannafélagsins eru sáttir við uppgjörstölur fyrir fyrri helming ársins, en reksturinn gengur framar öllum vonum. Það sem vekur athygli er að bætta rekstrarstöðu má fyrst of fremst rekja til þess að borgandi meðlimum í félaginu hefur fjölgað mun meira en gert var ráð fyrir. Í ágúst var fjölgunin nánast orðin sú sem spáð hafði verið fyrir allt árið.
Ástæðurnar fyrir þessari fjölgun eru ýmsar og þó sviptingar hafi verið á dönskum fjölmiðlamarkaði þá hefur starfandi blaðamönnum fjölgað nokkuð og það sem meira er, þessir blaðamenn koma inn í félagið, en eru ekki ófélagsbundnir verktakar. Blaðamannafélagið í Danmörku hefur allt þetta ár verið með herferð í gangi til að hvetja fólk til að ganga í félagið og tryggja sér þannig ákveðin réttindi og réttindagæslu. Þetta virðist vera að bera árangur eins og sést á þessari fjölgun félagsmanna.
Sjá einnig hér