- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) tók nú fyrir helgi fyrsta skrefið í nýrri herferð sem beint er að allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem barist er fyrir auknu öryggi fjölmiðlafólks og gegn ofbeldi gegn blaðamönnum. Sendinefnd á vegum IFJ undir forustu Jom Boumelha, forseta samtakanna, hitti á föstudag foseta allsherjarþingsins, Nassir Abdulaziz Al-Nasser frá Quatar, til að undirbúa og upplýsa forustu þingsins um þessar áhyggjur. Þess má geta að nýlega birtust fréttir um að minnst 70 fjölmiðlamenn hafi verið drepnir í vinnunni á fyrri hluta þessa árs, en það er met. Herferðin byggir á tillögum sem settar voru fram á fundi ýmissa manntréttindahópa og samtaka um tjáningarfrelsi sem þinguðu í Doha, höfuðborg Quatar, í janúar á þessu ári. Nassir Abdulaziz Al-Nasser forseti þingsins mun síðana dreifa þessum tillögum til hinna 193 þjóða sem eiga aðild að allherjarþinginu.
Jim Boumelha, sagði á föstudag að dráp og ofbeldi gegn fjölmiðlamönnum færðust enn í aukana í heiminum og þrátt fyrir að til staðar séu ýmsar samþykktir og alþjóðleg mannréttindaákvæði, lög og reglur, og alþjóðasamningar ríkisstjórna um aðgerðiðr þá sé slíkt einfalega hunsað af ríkisstjórnum víða um heim. Undir þetta tók svo forseti allsherjarþingsins á blaðamannafundi eftir fundinn en þá sagði Nassir Abdulaziz Al-Nasser að það væri óásættanlegt að blaðamenn væri myrtir á hverju ári og morðingjarnir væru ekki sóttir til saka.