- Félagið & fagið
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Útgáfufyrirtækið sem gefur út Die Welt í Þýskalandi útgáfurisinn Axel Springer vonast til að ný mælanleg notkunargjaldskrá (Metered paywall) muni gefa tóninn fyrir það hvernig rukkað verði fyrir aðgang að ritstjórnarefni almennt á netinu í framtíðinni. Þessi mælanlega notkunargjaldskrá er nú í þróun og verið að útbúa ýmsa þætti í gjaldtökunni, að sögn Christoph Keese forstöðumanns upplýsingasviðs Axel Springer sem greindi frá þessu á fundi World Editors Forum í vikunni. Reiknað er með að innleiða gjaldtökuna síðar á þessu ári eða snemma á því næsta.
Í mælanegri notkunargjaldskrá felst að lesendur geta notað sé ákveðinn kvóta af efni á mánuði án endurgjalds líkt og New York Times hefur verið að gera en misjafnt verður eftir því hvaða efni notað er hversu mikið er hægt að skoða endurgjaldslaust. Þannig mun t.d. efni sem byggir á upplýsingum úr samfélagsmiðlum ekki telja inn í kvóta. Einnig felst í þessu að Axel Springer getur kortlagt neyslu og lestrarmynstur lesenda sinna mun nákvæmar en til þessa.