Hlutverk og ábyrgð fjölmiðla í aðdraganda kosninga

Málþing um fjölmiðla og kosningar verður haldið nk á miðvikudag, 23. janúar kl. 14-17 í Öskju stofu 132. Það eru mennta- og menningarmálaráðuneytið, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og meistaranám í blaða- og fréttamennsku við HÍ sem standa fyrir málinginu. Tilefni þess eru ábendingar ÖSE um að ekki giltu hér á landi opinberar reglur um störf eða skyldur fjölmiðla í aðdraganda kosninga.

Fjölmörg ríki hafa sett reglur er lúta að atriðum er varða umfjöllun og störf fjölmiðla í tengslum við kosningar. Í kjölfar eftirlits með kosningum til Alþingis árið 2009 benti eftirlitsnefnd  Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) á að hér á landi giltu ekki reglur um störf eða skyldur fjölmiðla í aðdraganda kosninga.  Kom nefndin með ábendingar um að íhuga mætti lagasetningu um starfsemi fjölmiðla í tengslum við kosningar. Ábendingar nefndarinnar voru einkum þrjár:  

1. Að skoða hvort rétt sé að veita Útvarpsréttarnefnd (fjölmiðlanefnd) leiðbeiningarhlutverk varðandi mikilvægi fjölmiðla í aðdraganda kosninga og að setja reglur um umfjöllun fjölmiðla um kosningabaráttuna.

2. Útvarpsréttarnefnd (Fjölmiðlanefnd) gæti kannað möguleikana á því að gefa út leiðbeiningar um pólitískar auglýsingar. Það væri æskilegt að gerð væri skýr grein fyrir því hvað er keyptur útsendingartími þannig að viðskiptalegt eðli skilaboðanna væri öllum ljóst. Þessi athugasemd tengdist m.a. uppákomu sem varð hjá INN vegna selds útsendingartíma til stjórnmálaflokka.

3. Setja mætti í lög ákvæði um gjaldfrjálsan útsendingartíma hjá sjónvarpsstöðvum til að tryggja festu í þessum málum milli kosinga. Þessi athugasemd kom að hluta í tengslum við ákvörðun RÚV að bjóða flokkum upp á ókeypis útsendingartíma, en með því skilyrði að allir flokkar vildu þiggja hann. Á daginn kom að gömlu flokkarnir töldu ekki svara kostnaði að eyða í vinnslu fyrir slíka

Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd með fulltrúum allra flokka til fara yfir athugasemdir ÖSE og gera tillögur til úrbóta

Dagskrá:

1. Finnur Beck, form. nefndar menntamálaráðherra um málið, opnar málþingið
2. Elfa Ýr Gylfadóttir  framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar
3. Guðbjörg Hildur Kolbeins fjölmiðlafræðingur
4. Margrét Sverrisdóttir, verkefnastjóri
5. Ólafur Stephensen ritstjóri
6. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður.

Pallborð með frummælendum ásamt Ólafi Þ Harðarsyni prófessor og Frey Einarssyni,  ritstjóra.

Fundarstjóri er Þór Jónsson, blaðamaður.