Málþing um tjáningarfrelsi og vernd afhjúpenda

Málþing um tjáningarfrelsi og vernd afhjúpenda verður haldið 22. janúar kl. 13 - 16.30 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Að því stendur mennta- og menningarráðuneytið og stýrihópur um framkvæmd þingsályktunar um vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis.

Dagskrá:

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra: Ávarp.

Ása Ólafsdóttir, dósent í HÍ og formaður stýrihópsins: Starf og hlutverk IMMI hópsins.

Dr. Thomas Hoeren, deildarforseti lagadeildar Háskólans í Munster í Þýskalandi: Wistleblowers - the conflict between the right of information and anonymity.

David Leigh, ritstjóri yfir rannsóknarblaðamennsku hjá breska dagblaðinu The Guardian: Wistleblowers in UK and how they have been helpful in processing the news and what specifically can be done in the question of "high-risk information sources"

Hreinn Loftsson hæstaréttarlögmaður og aðaleigandi Birtings: Tjáningarfrelsi blaðamanna í ljósi nýlegra dóma."

Að loknum erindum far afram pallborðsumræður með frumbælendum en auk þeirra situr í pallborði Birgitta Jónsdóttir, alþingismaður og einn flutningsmanna tillögunnar.

Fundar- og umræðustjóri: Þóra Arnórsdóttir